Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 5
SKÝRINGAR VIÐ ALMANAKIÐ
Fánadagur
# Nýtt tungl
C Fyrsta kvartil
O Fullt tungl
a Síðasta kvartil
]) Tunglið
5 Merkúríus
$ Venus
<J Mars
21 Júpíter
h Satúrnus
$ Úranus
'j' Neptúnus
E Plútó
'y, Stjömuhröp
í töflum um sólargang telst dögun þegar sólmiðjan á uppleið er 18°
undir sjónbaug (láréttum sjóndeildarhring) og dagsetur þegar sól er
jafnlangt undir sjónbaug á niðurleið. Er þá himinn aldimmur yfir
athugunarstað. Birting og myrkur reiknast þegar sólmiðjan er 6° undir
sjónbaug. Sólarupprás og sóiarlag telst þegar efri rönd sólar er við sjón-
baug og er þá reiknað með ljósbroti í andrúmsloftinu sem nemur 0,6°.
Hádegi er þegar sólmiðjan er í hásuðri. Miðnætti (lágnætti) er 12 stund-
um síðar. Stjörnutíminn gefur til kynna hvaða stjörnulengdarbaugur
er yfir Reykjavík (sjá bls. 65).
Úm björtustu fastastjörnur og reikistjörnur er þess getið hve bjartar
þær eru, hvenær þær eru í hásuðri frá Reykjavík og hve hátt þær eru
þá yfir sjóndeildarhring. Einnig er tekið fram, í hvaða átt og hæð
stjörnurnar eru við myrkur og í birtingu. Birtan er tilgreind í birtu-
stigum, sbr. bls. 70. Hæðin reiknast í gráðum yfir sjónbaug og er ljós-
brot þá meðtalið. Punktalína merkir að stjarna sé undir sjónbaug
allan myrkurtíma sólarhringsins.
Merkinu % fylgir nafn þeirrar loftsteinadrífu sem um er að ræða.
Hverrar drífu gætir venjulega í nokkrar nætur, en merkið er sett við
þá dagsetningu sem svarar til hámarksins.
O 21 28 merkir að tungl sé fullt kl. 21 28.
$ 3°S } kl. 07 merkir að Venus sé 3° sunnan við tunglið kl. 07. Út-
reikningarnir miðast við Reykjavík, en tíminn er stundum tilgreindur
þótt tungl sé undir sjónbaug þar þegar samstaðan verður.
2 lengst í austur (18°) merkir að Merkúríus sé lengst í austur frá
sólu og að fjarlægð hans frá sólu á himinhvolfinu sé 18°.
Tungl hæst (44°) merkir að tungl sé hærra á lofti í hásuðri frá Reykja-
yik en dagana á undan og eftir, og að hæð þess nemi 44°.
Feitt letur í fióðdálkunum auðkennir hæstu fióðin. Flóðhæð í Reykja-
vík (tilgreind í svigum) reiknast frá fleti sem er 0,22 m undir sjávarborði
a meðalstórstraumsfjöru, þ.e. 2,15 m undir meðalsjávarborði.
Hnattstaða Reykjavíkur er í þessu almanaki talin 64 gráður 8,4
mínútur norðlægrar breiddar og 21 gráða 55,8 mínútur vestlægrar
lengdar (Skólavörðuholt). í Reykjavík samsvarar breiddarmínútan
1858 metrum, en lengdarmínútan 811 metrum.
úm timareikning. I almanaki þessu eru allar stundir taldar eftir
miðtima Greenwich sem nú er íslenskur staðaltími. Á stöku stað
reiknast stundirnar fram yfir 24. Þannig táknar tímasetningin „25 23“
hinn 4. janúar það sama og 01 23 hinn 5. janúar.
(3)