Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 107
íslendingar hinn síðari. í febrúar háðu íslendingar tvo
landsleiki í Reykjavík við Vestur-Þjóðverja og unnu íslend-
ingar báða leikina. í febrúar var haldin í Reykjavík fjögurra
liða keppni í handknattleik kvenna. Kepptu þar A- og B-lið
íslendinga við landslið Færeyinga og Hollendinga. Hol-
lendingar unnu mótið, B-lið íslendinga varð í öðru sæti,
A-lið Islendinga í þriðja sæti, en Færeyingar í fjórða. Um
mánaðamótin febrúar —marz kepptu íslendingar í Austur-
ríki í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Þeir unnu
Portúgala, Spánverja og Hollendinga, en töpuðu fyrir
Tékkum og Austur-Þjóðverjum. Landsleikur unglingaliða
íslendinga og Vestur-Þjóðverja fór fram í Vestur-Þýzkalandi
í marz, og unnu Vestur-Þjóðverjar. Tveir landsleikir í hand-
knattleik kvenna milli íslendinga og Vestur-Þjóðverja voru
háðir í Reykjavík í apríl, og unnu Vestur-Þjóðverjar báða
leikina. Tveir landsleikir milli íslendinga og Kínverja fóru
fram hér á landi í október, og unnu íslendingar báða leikina.
Norðurlandamót í handknattleik (sex lönd) fór fram í
Reykjavík og á Akranesi í októberlok. Urðu fslendingar í
fimmta sæti, en Danir unnu mótið. í nóvember háðu
íslendingar og Vestur-Þjóðverjar tvo landsleiki í
Vestur-Þýzkalandi, og unnu Vestur-Þjóðverjar þá báða. f
nóvember háðu fslendingar tvo landsleiki við Pólverja í
Varsjá og töpuðu þeim báðum. f nóvember voru háðir í
Svíþjóð tveir landsleikir milli íslendinga og Svía, og unnu
Svíar þá báða. Tveir landsleikir milli fslendinga og Ungverja
voru háðir í Reykjavík í desember. Fyrri leikurinn var jafn-
tefli, en Ungverjar unnu hinn síðari. Tveir landsleikir milli
fslendinga og Norðmanna fóru fram í Reykjavík í desem-
berlok. Norðmenn unnu fyrri leikinn, en íslendingar hinn
síðari.
Hjólreiðar. Sex íslenzkir piltar tóku þátt í alþjóðlegri
keppni í akstri reiðhjóla og vélhjóla í Brússel í maí.
íþróttamaður ársins. Hreinn Halldórsson frjálsíþrótta-
maður var kjörinn íþróttamaður ársins annað árið í röð.
tþróttasjóður. Stofnaður var sjóður til að styrkja íslenzka
íþróttamenn til þátttöku í alþjóðamótum.
(105)