Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 167
hlutverki að gegna í báðum lífverum. Ef við skyggnumst enn
dýpra sjáum við að efnaskiptum beggja er stjórnað af
kjamasýrum sem hafa nauðalíka byggingu. Með því að
rannsaka æ nánar sameinkenni allra lífvera virðist líffræð-
ingum vera að takast að uppgötva þau lögmál sem allt líf er
undirselt, að finna hina réttnefndu bók lífsins.
Stærðfræði tuttugustu aldar hefur sett sér verkefni sem er
ekki ósvipað, en miklu víðtækara og kemur, ef svo má segja,
úr annarri átt. Stærðfræðingar byrja ekki á að líta í kringum
sig og athuga hvað áþekkt er með hinum ýmsu fyrirbærum
náttúrunnar. í stað þess reyna þeir að lýsa nákvæmlega hvað
það þýðir að hlutir hafi sömu eiginleika, þeir reyna að flokka
þessa eiginleika og athuga kannski fyrst og fremst hvaða
eiginleika þessir eiginleikar hafa. Það kemur í ljós að ókleift
er að lýsa þessum eiginleikum á venjulegu tungumáli, og
annað höfuðverkefni stærðfræðinnar er að búa til nýtt mál,
mál sem er ekki til þess gert að lýsa náttúrunni heldur til að
lýsa löggengi náttúrunnar, með öðrum orðum málið sem
náttúrulögmálin eru skrifuð á.
Viðfangsefni stærðfræðinnar er þannig ekki heimurinn
umhverfis okkur, heldur ímyndaðir heimar. Sérhver þessara
ímynduðu heima speglar á einhvern hátt einn eða fleiri eig-
inleika hins raunverulega heims, þótt oft sé það með óbein-
um og næsta undarlegum hætti. Kosturinn við að rannsaka
þessa ímynduðu heima er í fyrsta lagi sá að úr þeim hafa
verið numin á brott öll aukaatriði sem kunna að glepja
mönnum sýn þegar þeir athuga veruleikann sjálfan. í öðru
lagi svarar hver þeirra til margra ólíkra fyrirbæra í náttúr-
unni, og því er oft hægt að nota sömu stærðfræðikenninguna
til að varpa ljósi á hluti sem engan hefði órað fyrir að ættu
nokkuð sameiginlegt. Þannig má til dæmis nota eina grein
stærðfræðinnar, svonefnda grúpufræði, til að skýra gerð
bergkristalla, arabískar veggskreytingar, litrófslínur frum-
efna, kerfi hinna smæstu einda efnisins og ótal margt fleira,
auk þess sem hún varpar talsverðu ljósi á merkilega spurn-
ingu: hver er munurinn á hægri og vinstri?
Sumum kann að virðast broslegt að mikillar kenningar sé
(165)