Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 155
ingar störfuðu erlendis, t.d. við þróunarhjálp í Keníu og
Tanzaníu.
Talsvert var um vinnudeilur á árinu. 1. maí lagði Alþýðu-
samband Islands bann við yfirvinnu, næturvinnu og helgi-
dagavinnu. 16. maí gerðu hafnarverkamenn í Reykjavík
skyndiverkfall, og næstu daga gerðu hafnarverkamenn í
Hafnarfirði, Njarðvíkum og Keflavík skyndiverkföll, svo og
mjólkurbílstjórar í Reykjavík og hlaðmenn á Reykjavíkur-
flugvelli. 3. júní hófust eins dags allsherjarverkföll á
ákveðnum svæðum. Þann dag var allsherjarverkfall í
Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi
og Mosfellssveit, 6. júní á Suðurnesjum og Suðurlandi, 7.
júní á Norðurlandi, 8. júní í Vesturlandskjördæmi, 9. júní á
Vestfjörðum og Austurlandi; 13. júní hófust starfsgreina-
verkföll, og stóð hvert þeirra einn sólarhring. Stóðu þau
næstu daga, en þá var gert hlé á þeim sums staðar. 21. júní
var verkfall í álverksmiðjunni í Straumsvík og ýmis minni
háttar verkföll. 14. júní voru gerðir sérsamningar milli
Alþýðusambands Vestfjarða og atvinnurekenda þar. Yfir-
vinnubanninu var aflétt víðast hvar 20. júní. Hinn 22. júní
voru undirritaðir nýir samningar (sólstöðusamningarnir)
milli Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambands
Islands, og skyldu þeir gilda til 1. desember 1978. Samkvæmt
þeim skyldu mánaðarlaun hækka um 18.000 krónur þegar í
stað, um 5.000 krónur 1. desember 1977, um 5.000 krónur 1.
júní 1978 og um 4.000 krónur 1. september 1978. Lægsta
kaup hækkaði um 26% þegar við undirritun samninganna,
en hærra kaup minna. Samið var um nýtt verðbótakerfi á
laun í sambandi við vísitölu framfærslukostnaðar. Samið var
um aukið öryggi á vinnustöðum og hækkun slysa- og
örorkubóta. I sambandi við samningana lofaði ríkisstjómin
aðgerðum í húsnæðismálum, dagvistunarmálum, trygginga-
málum og skattamálum. 15. júlí voru undirritaðir samningar
milli Bandalags háskólamanna og ríkisins, og hækkaði kaup
þeirra um 19,3%. Rafvirkjar hjá Rafmagnsveitum ríkisins
hófu verkfall 26. júlí, en því lauk 18. ágúst. Um mánaða-
mótin ágúst—september voru kaupdeilur milli Reykja-