Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 174
vísindalegrar starfsemi, og að vér vildum reyna að hefjast
handa, þó af veikum mætti væri, og setja markið hátt, þó vér
værum fjarri því að ná því. Látum þá þetta nafn vera við vöxt
í þeirri von, að sá tími komi, að það þyki við hæfi.
En hvemig gæti þá félag sem þetta orðið til þess að styðja
vísindastarfsemi á Islandi? Ég vona, að fyrsta gagnið sem það
gerir verði sú hressing, sem vér höfum af því að koma saman
í sameiginlegum tilgangi. Hingað til hefir það verið svo hér á
landi, að þeir sem fást eitthvað við visindaleg efni hafa setið
hver í sínu homi og litlar fréttir haft hver af öðrum, fyrri en
þá að eitthvað birtist á prenti, ef til vill á útlendum málum, ef
þá nokkrir vissu um það nema höfundurinn. Með þessu
félagi ættu samgöngurnar að verða greiðari. Þeir sem semja
eitthvað vísindalegt ættu að birta það fyrst fyrir félögum
sínum hér til sameiginlegrar fræðslu allra. Það vekur alltaf
áhuga að fá að sjá og heyra, að félagar manns eru að starfa
með fullum krafti, hver að sínu. Það verður hvöt til að hafast
eitthvað að sjálfur. Og umræður, sem væntanlega yrðu oft í
sambandi við það sem flutt væri í félaginu, ættu að geta orðið
til þess, að höfundarnir vissu betur eftir en áður, hvers virði
það væri, sem þeir hefðu flutt. Félagsmenn ættu að gera sér
það að skyldu að benda hreinskilnislega á allt það, er þeir
teldu rangt í skoðunum þeim, sem kæmu fram hér í félaginu,
svo að fundimir gætu jafnframt orðið hreinsunareldur.
Þar sem ég býst við, að alhr félagsmenn telji það skyldu
sína, að láta einhvern tíma eitthvað til sín heyra hér í félaginu
— og ég vona, að enginn láti sér nægja að vera einungis
„bekkskrautuðr" — þá er ekki ólíklegt, að það verði til þess,
að einhverjir taki til rannsóknar efni, sem þeir ef til vill hefðu
annars skotið á frest — um aldir alda. — Með því að heita
verðlaunum fyrir úrlausn ákveðinna efna er líka vonandi. að
félagið geti hrundið af stað rannsóknum, sem ella mundu
liggja niðri. Ég vona, að félagið einmitt telji það eitt af aðal-
hlutverkum sínum að finna ráð til að hrinda af stað rannsókn
á þeim efnum, er sízt má vanrækja á hverjum tíma. Þá má og
búast við því, að meðlimir Vísindafélagsins verði venjulega
(172)