Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 171
Guðmundur Finnbogason
Frá Vísindafélagi
íslendinga
Vísindafélag íslendinga verður sextugt á þessu ári, var
stofnað 1. desember 1918. — Erindi það, sem hér er birt,
var flutt á fundi snemma á fyrsta starfsári félagsins.
Háttvirtu félagsbræður!
Forseti hefir beðið mig að segja hér nokkur orð í samræmi
við 1. og 2. lið fundarboðsins. Ég gat ekki skorazt undan því,
þar sem hlutkestið, með öðrum orðum hin blindu örlög, hafa
komið mér í stjórn félagsins og skrifari þess er fjarverandi.
Hlutverk mitt í kvöld skil ég svo, að ég eigi aðallega að snúa
°rðum mínum til þeirra félagsmanna, er ekki hafa verið á
þeim fundum, er haldnir hafa verið til þess að setja þetta
félag á laggirnar, skýra fyrir þeim, hvað fyrir okkur hafi
vakað, er við réðumst í það glæfrafyrirtæki að stofna hér
„vísindafélag“. Ég vil þá byrja með því að færa öllum þeim,
er tekið hafa boðinu um að gerast félagar, mínar beztu
þakkir og bjóða þá hjartanlega velkomna. Það hefði eflaust
að ýmsu leyti verið æskilegast, að allir þeir menn, er nú hafa
gerzt félagar, hefðu getað verið með í ráðum um þessa fé-
lagsstofnun frá byrjun. Nít hefir það ekki verið svo, heldur
hafa hinir föstu kennarar háskólans leyft sér fyrst að mynda
félagið, en síðan að bjóða öðrum að gerast félagar. Þessi
aðferð er ekki sprottin af því, að við háskólakennarar séum
svo heimskir og hrokafullir að halda, að við séum mestu
visindamennirnir, og sakir verka vorra sjálfsagðari í slíkan
(169)