Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 116
síma- og raflínum. 17. maí ollu stórrigningar nokkru tjóni,
einkum á Snæfellsnesi. Um og eftir 20. maí ollu vatnavextir
talsverðum vegaskemmdum, einkum á Norðurlandi. I júlí-
byrjun ollu stórrigningar verulegum vegaskemmdum á
Austurlandi. 27. ágúst ollu stórrigningar og hvassviðri tals-
verðu tjóni á Suðvesturlandi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum.
Féllu þá skriður víða, einkum á Vestfjörðum, og ollu miklum
vegaskemmdum. 11. nóvember olli ofviðri verulegu tjóni á
Austurlandi, einkum í Borgarfirði eystra. 14. desember ollu
stórflóð og ofviðri tjóni víða á suðurströndinni. Mestar voru
skemmdirnar á Stokkseyri, en þar eyðilögðust eða skemmd-
ust bátar, vatn flæddi inn í kjallara húsa og vegir skemmdust.
Einnig urðu skemmdir í Vestmannaeyjum, á Eyrarbakka, í
Selvogi og í Grindavík. Voru þetta einhver mestu flóð hér á
landi á þessari öld, og nam tjónið hundruðum milljóna
króna. 29. desember olli ofviðri miklu tjóni á húsum á
Austurlandi, einkum á Reyðarfirði.
Leyft var að skjóta 1510 hreindýr (árið áður 1115). Ernir
voru taldir hér á landi, og voru þeir í árslok alls 100 (árið áður
116). Af þeim voru 67 fullorðnir, 23 ungir og 10 ungar.
Grátrönur sáust i Strandasýslu, en þær eru einna stærstar
fugla, sem sézt hafa hér á landi. Dúkendur sáust hér á landi,
en það er fágæt amerísk tegund, sem hafði ekki sézt hér áður.
Keldusvínum virðist hafa fækkað mjög á síðustu árum, ef til
vill vegna aukinnar framræslu votlendis. Nokkrir höfrungar
voru veiddir hér við land og seldir í sædýrasöfn erlendis.
Meðal þeirra var tegundin hvítnefja, sem er mjög sjaldgæf og
hafði hvergi verið til í sædýrasöfnum áður. Djúpsjávar-
fiskurinn Lúsifer veiddist í net í nánd við Vestmannaeyjar og
náðist lifandi í land og var settur í búr í Náttúrugripasafni
Vestmannaeyja, en drapst þar eftir nokkra daga. Er algert
einsdæmi, að þessi fiskur náist lifandi í land. — Náttúru-
vemdarvika var haldin í Reykjavík í apríl. Náttúruverndar-
ráð lét friðlýsa ýmis svæði, svo sem Búðahraun á Snæfells-
nesi, Miklavatn í Skagafjarðarsýslu, svæði við Vestmanns-
vatn í Suður-Þingeyjarsýslu, hluta af Lónsöræfum í
Austur-Skaftafellssýslu og Esjufjöll í Vatnajökli. Einar
(114)