Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 175
dómarar um þau rit, er sótt verður um styrk úr Sáttmála-
sjóðnum til að gefa út.
Það er víst og satt, að starfið er mikið, en verkamennirnir
fáir og aðstaða vor og tæki til starfa að ýmsu leyti verri en
starfsbræðra vorra íýmsum öðrum löndum. Þó eru sum efni,
sem vér stöndum betur að vígi við en allir aðrir. Það er
rannsókn á öllu því, er snertir land vort og þjóð. Náttúra
Islands og hafsins kringum strendur þess er efni, sem vér
eigum að rannsaka betur en allar aðrar þjóðir. íslenzk tunga
°g bókmenntir, íslenzk saga og fomfræði, íslenzk lögfræði,
guðfræði, heilsufar og hagur þjóðarinnar að fomu og nýju —
allt þetta getum vér betur rannsakað en aðrar þjóðir. Og
þennan skerf, sem fólginn er í þekkingu á sjálfum oss, eigum
vér að minnsta kosti að geta lagt í hinn sameiginlega sjóð
vísindanna. En ég vona, að vér eignumst líka smám saman
fleiri og fleiri menn, sem geta keppt á öðrum sviðum vísind-
anna en þeim, er snerta sérstaklega það, sem íslenzkt er.
Með þessum orðum hefi ég í sem stytztu máli reynt að taka
fram það, sem ég hygg, að vakað hafi fyrir stofnendum þessa
félags. Hvernig félagið reynist, fer eflaust eftir því, hve mikla
rækt hver félagi leggur við það. Aðalatriðið er, að hver og
einn reyni að gera það, sem í hans valdi stendur, og temji sér
þá dyggð, sem oss Islendingum öllum öðrum fremur er
nauðsynleg, þá dyggð, að fordæma ekki frækornið fyrir það,
að það er lítið, að sjá hið stóra í hinu smáa.
i
1
(173)