Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 85
Árferði.
I janúar, febrúar og marz voru hægviðri, stillur og dálítil
frost, talsverðir snjóar norðan- og austanlands, en nær engir
á Suðurlandi. Þurrviðrin á útmánuðum ollu vatnsskorti á
fjölda bæja suðvestanlands, einkum í Borgarfirði. Sólskin
var óvenjulega mikið þrjá fyrstu mánuði ársins, og í
Reykjavík var veturinn hinn þurrasti, síðan úrkomumæl-
ingar hófust. I apríl og fyrri hluta maí voru kuldar, og snjóaði
þá mikið norðan- og austanlands og dálítið einnig sunnan-
lands. Um miðjan maí voru enn snjóar á láglendi á Norð-
austurlandi. Síðari hluta maímánaðar hlýnaði mjög um allt
land. í júní og júlí var frekar kalt sunnan- og vestanlands, en
hlýrra norðan- og austanlands. Þá var vætusamt á Suður- og
Vesturlandi, en frekar þurrt á Norður- og Austurlandi. I
ágúst og september var fremur kalt og vætusamt, einkum á
Vesturlandi. Október var frekar hlýr, og var þá mikil úrkoma
norðan- og austanlands, en þurrara sunnanlands. 1 nóvem-
ber var veðrátta köld og rysjótt, og voru þá talsverð frost og
snjóar, einkum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. í
desember voru miklir umhleypingar, skiptust á frostakaflar
og blotar.
Brunar.
1. janúar skemmdist gamalt hús við Aðalstræti í Reykjavík
af eldi, og björguðust þrír menn þar nauðulega. 1. janúar
kviknaði í húsi í Ásgarði í Reykjavík, og björguðu tveir
drengir þar fötluðum manni. 1. janúar skemmdist hús í
Garðabæ af eldi. 21. janúar brann gamalt íbúðarhús á ísa-
firði. 21. janúar brann skátaskáli við Akrafjall. 31. janúar
brann íbúðarhús í Garði 1 Gullbringusýslu, og bjargaðist fólk
þar naumlega. 5. febrúar brann hús á Akureyri. 6. febrúar
kviknaði í áætlunarbíl á Svalbarðsströnd, og fengu 4 ung-
menni þar reykeitrun. 7. febrúar brann hús fyrirtækisins
Bílaþjónustunnar á Akranesi, og varð þar mikið tjón. 19.
febrúar kviknaði í hænsnabúi í Sandgerði, og köfnuðu þar
1500 kjúklingar. 25. febrúar skemmdist frystihús á Höfn í
(83)