Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 143
var lokið byggingu heilsugæzlustöðvar og stækkun gagn-
fræðaskólahússins. Nýtt fiskiðjuver var tekið til afnota á
Höfn, og unnið var þar að byggingu stórrar söltunarstöðvar
°g að verbúðabyggingum. Unnið var þar að dagvistunar-
heimili og íþróttavelli og undirbúningi að byggingu safna-
húss. Nýr skeiðvöllur var tekinn í notkun á Fomustekkum í
Nesjum.
Múlasýslur. Mikið var unnið að gatnagerð í flestum
Austfjarðaþorpunum. Hafin var vinnsla steinefna og
blöndun olíumalar í Melshorni í Reyðarfirði.
Á Djúpavogi voru um 20 íbúðarhús í smíðum. Þar var
Unnið að byggingu félagsheimilis og sundlaugar, stækkun
skólahússins og frystihúsi. Á Breiðdalsvík var unnið að
byggingu frystihúss, hafin bygging sláturhúss og unnið að
undirbúningi að byggingu skólahúss. Nokkur íbúðarhús
voru þar í smíðum. Á Stöðvarfirði var frystihús tekið í
notkun og byggð nokkur íbúðarhús. Á Fáskrúðsfirði var
unnið að nokkrum íbúðum, skólahúsi og íþróttavelli og um-
bætur gerðar á kirkjunni. Á Reyðarfirði var unnið að 20
■búðum, íþróttahúsi, tollvörugeymslu og stækkun áhalda-
hússins. Á Eskifirði var unnið að skólahúsi, áhaldahúsi og
slökkvistöð, verzlunarhúsi og umbótum á loðnubræðslunni.
15 íbúðir voru þar í smíðum. 1 Neskaupstað voru nær 40
íbúðir í smíðum. Mest var byggt í Bakkahverfinu. Unnið var
að stækkun sjúkrahússins og heilsugæzlustöð, húsi Lands-
bankans, húsi Lífeyris- og sparisjóðs Norðfjarðar, barna-
skólahúsi og gagnfræðaskólahúsi og hafin bygging fjöl-
brautaskóla. Unnið var að stækkun sláturhússins og umbót-
Urn á mjólkurstöðinni. Á Seyðisfirði var unnið að safnaðar-
heimili, bókasafnshúsi og félagsheimili. Lokið var byggingu
vörugeymsluhúss. Hafin var bygging sjúkrahúss og heilsu-
gæzlustöðvar. Nokkur íbúðarhús voru þar í smíðum. í
Egilsstaðaþorpi var unnið að mörgum íbúðarhúsum og
nokkrum iðnaðarhúsum. Þar var unnið að menntaskólahúsi,
grunnskólahúsi, mjólkurstöð, stækkun félagsheimilisins
Áalaskjálfar og íþróttamiðstöð. Hafin var bygging heimilis
lyrir þroskahefta og unnið að undirbúningi að byggingu
(141)