Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 126
tækjum til segulmælinga og staðarákvarðana, grunnvatns-
rannsóknum og notkun geislavirkra efna við þær, storku-
fræðirannsóknum og rannsóknum á næringarefnum og
efnaskiptum hjartavöðva. Rannsökuð voru gjóskulög af
ýmsu tagi, m.a. til að aldursgreina fornleifar. Unnið var að
ýmsum verkefnum i bergefnafræði og jöklafræði og rann-
sóknum á jarðskjálftum, hæðarbreytingum lands og að
segulmælingum. Unnið var að rannsóknum í sambandi við
nýtingu hraunhitans í Vestmannaeyjum. Reiknifræðistofa
stofnunarinnar vann að margvíslegum tölvurannsóknum,
t.d. í sambandi við mannerfðafræðirannsóknir og rannsóknir
í læknisfræði. Stærðfræðistofa stofnunarinnar vann að
ýmsum rannsóknum í stærðfræði og að ensk-íslenzku
stærðfræðiorðasafni.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins vann að búfjárrann-
sóknum, einkum á sauðfé og nautgripum, fóðurrannsóknum
og beitarþolsrannsóknum, jarðvegsrannsóknum, efnagrein-
ingu á gróður- og fóðursýnum, rannsóknum á nytjajurtum,
jurtakynbótum og frærækt, vörnum gegn plöntusjúkdómum,
illgresi og skordýrum og að garðyrkju- og ylræktarrann-
sóknum, m.a. að tilraunum með ræktun erlendra berjateg-
unda. Matvælarannsóknir hófust í stofnuninni í ársbyrjun.
Unnið var að prófun búvéla, jarðræktartækni, heyverkunar-
tækni og tækni við búfjárhirðingu. Stofnunin tók að sér
rannsóknir á gróðurfari, beitarþoli og ýmsum þáttum land-
nýtingar og sauðfjárræktar í Grænlandi. Rannsóknastofn-
unin hafði eftirlit með tilraunastöðvum við Korpu, á Hesti í
Borgarfirði, Reykhólum, Möðruvöllum í Hörgárdal,
Skriðuklaustri og Sámsstöðum. — Hafrannsóknastofnunin
vann áfram að rannsóknum á eiginleikum og efnum sjávar,
svo sem hitastigi, seltu, straumum o.fl. Hún vann að rann-
sóknum á svifi og botnþörungum. Unnið var að rannsóknum
á humri, rækju, hörpudiski og kúskel. Áfram var haldið
rannsóknum á loðnu, síld og kolmunna, gulllaxi, langhala og
spærlingi og ýmsum flatfiskum. Unnið var áfram að rann-
sóknum á þorskfiskum og karfa. Þá var og unnið að rann-
(124)