Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 64
REIKISTJÖRNURNAR 1979
Merkúríus (5) er aldrei langt frá sólu og sést því helst lágt á himni
í sólarátt nokkru eftir sólsetur eða fyrir sólarupprás. Bestu skilyrðin
til að sjá hann verða eftir sólarlag fyrri hluta marsmánaðar (sjá bls.
15) og fyrir sólarupprás seint í ágúst (bls. 35) og snemma í desember
(bls. 51). Þegar Merkúríus er kvöldstjarna, fer birta hans minnkandi
dag frá degi, en vaxandi þegar hann er morgunstjarna.
Venus (?) er morgunstjarna í byrjun árs og nær 11° hæð í suðri í
birtingu séð frá Reykjavík. Hún kemst lengst í austur frá sól 18. janúar.
en hefur þá lækkað nokkuð á lofti. Síðan fer hún aftur að nálgast sól
og lækkar enn á lofti. I byrjun mars kemur hún ekki upp fyrr en eftir
að bjart er orðið og er aðeins 3° yfir sjóndeildarhring í SSV frá Reykja-
vík við sólarupprás. Hinn 25. ágúst gengur Venus handan við sól yfif
á kvöldhimin en sest fyrir myrkur í Reykjavík allt fram til 8. desember.
Er hún þá 2° yfir sjóndeildarhring í suðri við sólsetur, en fer síðan
hækkandi á kvöldhimninum og í árslok er hún komin í 6° hæð í SSV
við myrkur að kvöldi.
Mars (cJ) er í samstöðu við sól 20. janúar og sést ekki frá íslandi
meðan dimmt er fyrri hluta árs. Síðari hluta árs er hann morgunstjarna,
hátt á lofti og auðþekktur af rauða litnum. Þegar dregur að árslokum
eykst birta hans verulega vegna þess að hann nálgast jörð, og í desember-
lok er hann orðinn á við björtustu fastastjörnur (birtustig +0,2).
Þegar dimmir að hausti er Mars í nautsmerki, nyrst í sólbrautinni á
austurleið. Hann gengur í tvíburamerki snemma í ágúst, í krabbamerki
seint í september og í ljónsmerki seint í október. Er hann síðan í ljóns-
merki til ársloka en þokast austur á bóginn. Hinn 17. nóvember er
hann 1,6° norðan við stjörnuna Regúlus, og 13. desember er hann 1.7
norðan við Júpíter, sem er 2,3 stigum bjartari. Satúrnus er þá í meyjar-
merki, aðeins 17° austar.
Júpíter (2f) er bjartasta stjarnan á næturhimninum í byrjun árs og
er kominn upp fyrir sjóndeildarhring í Reykjavík laust eftir kl. 18-
Eftir 11. janúar er hann á lofti allar myrkurstundir sólarhringsíns.
Hinn 24. janúar er hann í gagnstöðu við sól og þá í hásuðri um lag-
nættið. Fram til vors er Júpíter síðan kvöldstjarna, hátt á lofti og
áberandi. Hann gengur handan við sól 13. ágúst og fer ekki að sjast
sem morgunstjarna fyrr en í ágústlok. Er hann þá lágt á lofti í ANA
frá Reykjavík í birtingu, en hækkar ört þegar líður að vetri. Verður
hann þá enn sem fyrr bjartasta stjarnan á næturhimninum, en kemur
ekki upp fyrr en áliðið er orðið.
Júpíter er í krabbamerki fyrri hluta árs en gengur í ljónsmerki i
byrjun ágúst og er þar til ársloka. Fjögur stærstu tungl Júpíters eru
sýnileg í litlum sjónauka, þó ekki alltaf öll í einu. Á bls. 64 er greint
frá því, hvenær þau myrkvast.
(62)