Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 129
gríma frá Nígeríu og Alsír til Saudi-Arabíu. í árslok áttu
íslendingar 121 flugvél (104 í árslok 1976). —
Ný flutningaskip Eimskipafélags íslands, Laxfoss, Háifoss
og Fjallfoss (nýi) komu til landsins, en Lagarfoss og Fjallfoss
(gamli) voru seldir úr landi. Nýtt skip Jökla h.f., Hofsjökull,
kom til landsins. Er hann stærsta skip fslendinga, rúmlega
4500 lestir. Nýtt flutningaskip, Edda, eign ísafoldar h.f., kom
til landsins. Þá var keypt til landsins flutningaskipið fsnes,
eign fsskips h.f. Nýtt bílaflutningaskip, Bifröst, eign Bifrastar
h.f., kom til landsins í nóvember (heimahöfn Hafnarfjörður).
Getur það flutt 260 bíla í einu og heldur uppi reglubundnum
siglingum milli fslands og hafna í Evrópu. Nýtt sements-
flutningaskip, Skeiðfaxi, smíðað á Akranesi, var tekið í
notkun í maí. Færeyska ferjan Smyrill hélt enn uppi
ferðum um sumarið milli Seyðisfjarðar, Skotlands og
Norðurlanda. Unnið var að undirbúningi að því að breyta
leiðakerfi Skipaútgerðar ríkisins. Sérleyfisferðir áætlunar-
bifreiða héldu áfram að dragast saman, bæði vegna fjölgunar
einkabifreiða og samkeppni frá flugfélögunum. Leyfilegur
hámarkshraði bifreiða á götum Reykjavíkur var hækkaður
úr 45 km á klukkustund í 50 km. Fjarskiptakerfi var tekið
upp í strætisvögnum í Reykjavík. Unnið var að byggingu
þjónustumiðstöðvar Strætisvagna Reykjavíkur á Hlemmi.
Nýjar strætisvagnaleiðir voru teknar upp í Reykjavík, t.d. frá
Breiðholti í miðbæinn og um iðnaðarhverfið í Krossamýri.
Breytingar voru einnig gerðar á strætisvagnaleiðum Hafnar-
fjarðar. Bifreiðaeftirlit ríkisins fluttist úr Borgartúni í nýtt
húsnæði við Bíldshöfða í Krossamýri. Fluttar voru til lands-
ins 7776 bifreiðar (4477). Bifreiðaeign landsmanna var í
árslok um 78,500 (73,410 í árslok 1976). — Samþykkt voru
lög, sem skylduðu ökumenn bifhjóla til að bera öryggis-
hjálma frá 1. janúar 1978. Gönguferðir færðust mjög í vöxt,
t.d. skipulagði Ferðafélag Islands fjölmennar hópferðir á
Esju. Stofnað var félag eigenda sumardvalarsvæða til að
koma á samræmdri þjónustu á svæðunum, stuðla að góðri
umgengni þar og auka möguleika almennings til útivistar.
fslenzkur Alpaklúbbur var stofnaður. I febrúar var Davíð
(127)