Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 135
Frystsíld...............
Hvallýsi ..........
Ókaldhr. þorskalýsi ....
Kaldhr. þorskalýsi......
Karfamjöl...............
Hvalmjöl ...............
Iðnaðarlýsi ............
Fiskur til br. erl......
Söltuð beituhrogn ......
Kjötkraftur (hvalafurð) .
Karfalýsi...............
Síldarmjöl .............
Lax, silungur, áll .....
Fiskúrg. til fóðurs ....
Steinbítsmjöl ..........
Ýmsar sjávarafurðir ...
287,8 ( 61,7)
242,7 ( 140,7)
187,1 ( 85,9)
153,6 ( 141,4)
82,9 ( 128,1)
79,9 ( 76,8)
62,7 ( 219,1)
60,5 ( 0)
51,2 ( 45,3)
47,8 ( 56,5)
30,9 ( 58,2)
21,0 ( 7,8)
19,0 ( 29,9)
4,0 ( 0)
1,1 ( 0)
142,6 ( 60,6)
Verklegar framkvæmdir.
Brýr. Borgarfjarðarbrúin var langmesta framkvæmdin
eins og árið áður, og miðaði byggingu hennar vel áfram. Hún
verður 520 metra löng. Helztu ár, sem brúaðar voru: Urriðaá
á Mýrum, Litlueyrará hjá Bíldudal, Keldudalsá í Dýrafirði,
Gljúfurá á mörkum Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu,
Laxá í Laxárdal í Skagafirði, Austurós Héraðsvatna, Mjóa-
ðalsá hjá Mýri í Bárðardal, Hvaldalsá í A.-Skaftafellssýslu,
Kolgríma í Suðursveit, Skeiðará (lokafrágangur), Hólsá á
Sólheimasandi og Markarfljót hjá Emstrum. Auk þessa voru
nokkrar smábrýr byggðar.
Hafnir. Miklar hafnarframkvæmdir voru víða um land
samkvæmt hinni nýju fjögurra ára áætlun. Nýr hafnarbakki
var gerður við Grófina í vesturhöfninni í Reykjavík, og unnið
var við Sundahöfn. Unnið var að undirbúningi að gerð
smábátahafnar í Bakkavör á Seltjarnarnesi. Unnið var að
hafnarframkvæmdum m.a. á Grundartanga í Hvalfirði,
Akranesi, Rifi, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, ísafirði, Súðavík,
Hvammstanga, Skagaströnd, Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey,
(133)