Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 167

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 167
hlutverki að gegna í báðum lífverum. Ef við skyggnumst enn dýpra sjáum við að efnaskiptum beggja er stjórnað af kjamasýrum sem hafa nauðalíka byggingu. Með því að rannsaka æ nánar sameinkenni allra lífvera virðist líffræð- ingum vera að takast að uppgötva þau lögmál sem allt líf er undirselt, að finna hina réttnefndu bók lífsins. Stærðfræði tuttugustu aldar hefur sett sér verkefni sem er ekki ósvipað, en miklu víðtækara og kemur, ef svo má segja, úr annarri átt. Stærðfræðingar byrja ekki á að líta í kringum sig og athuga hvað áþekkt er með hinum ýmsu fyrirbærum náttúrunnar. í stað þess reyna þeir að lýsa nákvæmlega hvað það þýðir að hlutir hafi sömu eiginleika, þeir reyna að flokka þessa eiginleika og athuga kannski fyrst og fremst hvaða eiginleika þessir eiginleikar hafa. Það kemur í ljós að ókleift er að lýsa þessum eiginleikum á venjulegu tungumáli, og annað höfuðverkefni stærðfræðinnar er að búa til nýtt mál, mál sem er ekki til þess gert að lýsa náttúrunni heldur til að lýsa löggengi náttúrunnar, með öðrum orðum málið sem náttúrulögmálin eru skrifuð á. Viðfangsefni stærðfræðinnar er þannig ekki heimurinn umhverfis okkur, heldur ímyndaðir heimar. Sérhver þessara ímynduðu heima speglar á einhvern hátt einn eða fleiri eig- inleika hins raunverulega heims, þótt oft sé það með óbein- um og næsta undarlegum hætti. Kosturinn við að rannsaka þessa ímynduðu heima er í fyrsta lagi sá að úr þeim hafa verið numin á brott öll aukaatriði sem kunna að glepja mönnum sýn þegar þeir athuga veruleikann sjálfan. í öðru lagi svarar hver þeirra til margra ólíkra fyrirbæra í náttúr- unni, og því er oft hægt að nota sömu stærðfræðikenninguna til að varpa ljósi á hluti sem engan hefði órað fyrir að ættu nokkuð sameiginlegt. Þannig má til dæmis nota eina grein stærðfræðinnar, svonefnda grúpufræði, til að skýra gerð bergkristalla, arabískar veggskreytingar, litrófslínur frum- efna, kerfi hinna smæstu einda efnisins og ótal margt fleira, auk þess sem hún varpar talsverðu ljósi á merkilega spurn- ingu: hver er munurinn á hægri og vinstri? Sumum kann að virðast broslegt að mikillar kenningar sé (165)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.