Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 120
Þar setti Gunnar Steingrímsson nýtt Evrópumet í sínum
þyngdarflokki.
Maraþonkeppni. Maraþonkeppni fór fram í mörgum
íþróttagreinum og stóð stundum lengur en sólarhring.
Ratleikur. íslandsmót í ratleik fór fram í Hallormsstaða-
skógi í ágúst.
Siglingar. íslandsmótið í siglingum fór fram í Kópavogi í
ágúst.
Sjórall. 1. júlí hófst sigling hraðbáta umhverfis ísland
(1856 kílómetra). Tóku þrír bátar þátt í því og fóru austur
fyrir land að sunnan. Tveir bátanna heltust úr lestinni, og
aðeins vélbáturinn Inga úr Vestmannaeyjum lauk sigling-
unni (8. júlí). — Hraðbátasýning var haldin í Reykjavík í
maí.
Skák. Skákþing íslendinga var haldið í Reykjavík í apríl.
Ingvar Ásmundsson varð íslandsmeistari í karlaflokki, en
Áslaug Kristinsdóttir í kvennaflokki. Unglingameistaramót
íslands var haldið í Reykjavík um mánaðamótin októ-
ber— nóvember, og varð Elvar Guðmundsson unglinga-
meistari. f skákkeppni framhaldsskóla varð Menntaskólinn
við Hamrahlíð efstur, en Álftamýrarskóli í keppni grunn-
skóla. f grunnskólakeppninni varð Jóhann Hjartarson,
Álftamýrarskóla, sigurvegari í eldra flokki, en Halldór G.
Einarsson frá Bolungarvík í yngra flokki. Alls tóku 3770
nemendur þátt í keppni grunnskóla. fslendingar tóku þátt í
fjölmörgum skákmótum erlendis, og verður það ekki allt
talið hér. f janúarbyrjun lauk ýmsum skákmótum erlendis,
sem íslenzkir skákmenn tóku þátt í. Þar var t.d. Jón L.
Ámason í 2.-4. sæti á unglingamóti í Prag, Jóhann
Hjartarson í 6.-8. sæti á heimsmeistaramóti sveina í Hol-
landi, en Margeir Pétursson í 4.-5. sæti á Evrópumeistara-
móti unglinga í Hollandi. Jón L. Árnason og Margeir
Pétursson kepptu á skákmóti á Hamri í Noregi í janúar, og
varð Margeir í efsta sæti, en Jón í 2.-6. sæti. í febrúarlok og
marzbyrjun kepptu Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur-
jónsson á alþjóðlegu meistaramóti í Munchen (16 þátttak-
endur). Friðrik varð í 8.-9. sæti, en Guðmundur í 10.— 11.
(118)