Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 157
íbúðir í smíðum auk nokkurra iðnaðar- og verzlunarhúsa.
Unnið var að hinu nýja Holtahverfi inni í firði, og unnið að
undirbúningi að nýju hverfi, Seljalandshverfi, á fjarðar-
svæðinu milli Seljalands og Tunguskógar. Nokkur hús voru
byggð í hlíðinni upp af eyrinni og í Hnífsdal. Unnið var að
sjúkrahúsi (langt komið), dvalarheimili aldraðra, gistihúsi,
menntaskólahúsi, dagheimili, íþróttamannvirkjum, hafnar-
húsi, húsi Orkubús Vestfjarða, stækkun slökkvistöðvarinnar
°g fiskvinnsluhúsum. Tekið var í notkun sementssíló, hið
fyrsta utan Faxaflóasvæðisins. Unnið var að fjarvarmaveitu
á Isafirði, og voru um 100 hús tengd hennh Á Bolungarvík
voru margar íbúðir í smíðum. Unnið var þar að íþróttahúsi,
leikskóla, áhaldahúsi, iðnaðar- og fiskvinnsluhúsum, gatna-
gerð og vatnsveituframkvæmdum. Unnið var að fjarvarma-
veitu. Á Suðureyri var unnið að lokaframkvæmdum við
hitaveituna, stækkun skólahússins og nokkrum íbúðar-
húsum. Á Flateyri var unnið að íþróttahúsi og sundlaug,
stækkun beinamjölsverksmiðjunnar og 14 íbúðum. Dvalar-
heimili aldraðra var tekið í notkun. Á Þingeyri var unnið að
skólahúsi, íþróttavelli, sláturhúsi og nokkrum íbúðarhúsum.
Á Hrafnseyri var unnið að kapellu og safnahúsi Jóns
Sigurðssonar.
Barðastrandarsýsla. Á Bíldudal var unnið að vatnsveitu-
framkvæmdum og stækkun rækjuverksmiðjunnar. Á
Tálknafirði var unnið að hitaveituframkvæmdum, t.d. var
sundlaugin hituð upp með vatni úr borholu við þorpið. Hafin
var bygging póst- og símahúss. Á Patreksfirði var lokið að
mestu byggingu heilsugæzlustöðvar. Unnið var þar að
stækkun skólahússins, dagheimili, frystihúsi, mjólkurstöð,
nokkrum íbúðarhúsum og að gatnagerð. Lögð var fjar-
varmaveita í nokkur hús á Patreksfirði. Byggingu safnahúss á
Hnjóti í Örlygshöfn var að mestu lokið. Byggt var frystihús á
Brjánslæk vegna hrefnuveiða. Á Reykhólum var unnið að
endurbyggingu skólahússins og nokkrum íbúðum. Minnis-
merki um Kollabúðafundina á 19. öld var reist á Kolla-
búðaeyrum í Þorskafirði.
Dalasýsla. Gerð var Dalabyggðaráætlun. I Búðardal var
(155)