Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 141
nienn björguðust. Vélbáturinn Kristrún frá ísafirði sökk á
Faxaflóa 7. apríl, en mannbjörg varð. 30. apríl fórst vél-
báturinn Hrönn frá Eskifirði í mynni Reyðarfjarðar og með
honum sex menn. 1. júní brann og sökk vélbáturinn
Draupnir frá Keflavík vestur af Snæfellsnesi, en mannbjörg
yarð. 21. júní strandaði flutningaskipið Skeiðsfoss við
Vatnsnes við Húnaflóa og skemmdist mikið, en slys urðu
* ekki á mönnum. 26. júní drukknaði maður í Miklavatni í
Skagafirði. 27. júní sökk vélbáturinn Vinur frá Hólmavik út
af Skaga, en mannbjörg varð. 27. júlí sökk lítill bátur, Valur,
frá Þorlákshöfn suður af Hafnarnesi, en tveggja manna
ahöfn, feðgum, var bjargað. 14. ágúst sökk vélbáturinn
Sporður frá Kópaskeri undan Tjömesi, en mannbjörg varð.
18. október sökk vélbáturinn Þorri frá Fáskrúðsfirði við
sunnanverða Austfirði, en mannbjörg varð. 26. október
drukknuðu tvö ungmenni, er bíll þeirra rann út af bryggju í
Þorlákshöfn. 8. desember drukknuðu aftur tvö ungmenni í
Þorlákshöfn, er bíll þeirra rann út af bryggju. — 25. júlí
* brotlenti flugvél á Hveravöllum, og sluppu þrír af áhöfninni
ómeiddir, en sá fjórði slasaðist nokkuð. 27. júlí brann íslenzk
flugvél í Danneborg á Grænlandi, og hlaut einn maður þar
nokkur brunasár. 8. nóvember fórst flugvél í Þverárhlíð í
Borgarfirði og með henni tveir menn. 18. desember hrapaði
flugvél á Mosfellsheiði, og meiddust fjórir menn, er í henni
voru, allt útlendingar. Síðar sama dag hrapaði þyrla frá
Keflavíkurflugvelli, sem var að flytja hina slösuðu til
Reykjavíkur. Voru í henni tíu manns, og slösuðust þeir allir
nokkuð, en enginn beið bana. — 6. marz fórust tveir ungir
menn í snjóflóði í Þverdalshorni í Esjunni, en hinn þriðji
^ slapp naumlega.
Gunnar Friðriksson var í maí endurkjörinn forseti Slysa-
varnafélags Islands. Námskeið í snjóflóðavörnum voru
haldin á Vestfjörðum og Austfjörðum. Markús Þorgeirsson
fann upp tveggja manna björgunarkörfu til björgunar frá
drukknun, og einnig fann hann upp björgunarstiga, til að
bjarga fólki milli hæða, ef eldur brýzt út. Ýmis frækileg
björgunarafrek voru unnin. 13. janúar björguðu skipverjar á
(139)