Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 175
öld, eru heimkynni þagnarinnar, öðruvísi en ykkar land, með
sjávarhljóð á hverjum firði, árnið í hverjum dal og lækjaklið í
hverri fjallshlíð. Það var heldur hitt, sem mér gekk til að tala,
að mér þótti sem lágleg ræða myndi vera minni ósvinna en
hitt að taka alveg þegjandi við öllu þessu, sem þið hafið svo
vel til mín gjört, bæði áður og nú.
Mér finnst ég standa hér í sporum ævintýramannanna
forðum, sem ferð áttu fyrir hendi, útá ókunna stigu, en
komust hvergi, unz þeir einn góðan morgun fundu við rúm-
stokkinn sinn nesti og nýja skó, sem einhver óþekktur holl-
vættur hafði lagt þeim til, sem þeir vissu varla deili á. Því er
það, að ég stend hér upp til að votta ykkur, sem viðstödd
eruð, innilega þökk mína og bið ykkur á einhvern hátt að
flytja hana öllum þeim, sem hlut áttu í að bjóða mér heim
hingað, þökk mína innilega, fyrir alla farargreiðslu og þessar
viðtökur.
Að vísu hefði ég síðastur manna kosið sjálfan mig í þessa
sæmdarför, og ólíklegt er, að almenningur vestanhafs hefði
heldur valið mig. Satt að segja, veit ég varla, hvers ég á að
njóta hjá ykkur né þeim.
Þó er það satt, að svo vel unni fjöldi manna vestra mér
þessarar ánægju, sumir þeirra, sem ekki er sízt um vert, og að
svo vel mæltist þetta uppátæki ykkar fyrir almennt, að bjóða
Vestmanni svona heim, hvað sem menn annars héldu um,
hvar það heði komið réttast niður, að ég er í engum vafa um,
allir kannast við hlýleikann til okkar í þessu, og víkja ykkur
vel fyrir.
Af því við vitum það öll svo vel, að ég er ekki hér kominn,
að ykkar tilhlutan, sökum þess ég sé neinn ræðugarpur eður
bekkskrautuður í flokki glæsimanna, og jafnvel þó þið séuð
þess vör, að ég hafi á útkjálkunum, þarna vestra, gleymt
ýmsum góðum siðum, veit ég, að þið kannizt við, að það er
eðlilegt, eins og allar syndir reyndar eru, og leyfið mér að
fara hér með fimm vísur, og ljúka svo við. Ég á kvæða-
skvaldrinu það að þakka, að ég er kominn hingað, hvort sem
er, og ég var að hugsa um þetta, þegar ég sá til lands, og
nefndi það „Af skipsfjöl“. En vísurnar urðu svona: