Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 172
Henrik Steffens-verðlaunin, sem þýzka menningarstofnunin
„Stiftung F.V.S.“ veitir árlega lista- eða vísindamanni á
Norðurlöndum, Matthea Jónsdóttir hlaut gullverðlaun fyrir
vatnslitamyndir á alþjóðlegri sýningu í Lyon í Frakklandi.
Listdans. í norrænni listdanskeppni í Kuopio í Finnlandi
í júní varð Auður Bjamadóttir sigurvegari.
Lögfrœðileg ráðgjöf. Nokkrir lögfræðingar í Reykjavík
komu á fót endurgjaldslausri lögfræðilegri ráðgjöf, og var
þetta mikið notað af almenningi.
Lögrœðisaldur. Lögræðisaldur var lækkaður úr 20 árum í
18 ár og þar með hjúskaparaldur.
Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr. Þessi sjóður
var stofnaður í desember til minningar um Ludvig Storr
aðalræðismann. Á hann að stuðla að framförum á sviði
jarðefnafræði. byggingariðnaðar og skipasmíða. Hann er
sjálfseignarstofnun í vörzlu Háskóla íslands.
Merkileg flugvél. í ágúst var gerður út leiðangur skipaður
íslendingum, Norðmönnum og Bandaríkjamönnum til að ná
upp norskri flugvél, sem legið hafði í Þjórsá síðan 1943 og
grafizt í sand. Þetta heppnaðist. Þessi flugvél var ein eftir
sinnar tegundar í heiminum, og var hún höfð til sýnis hér á
landi, í Bandaríkjunum og Noregi, og að lokum var henni
komið fyrir á safni í Noregi.
Neytendasamtök. Neytendasamtök voru stofnuð á nokkr-
um stöðum utan Reykjavíkur, t. d. á Akranesi, í Borgarnesi
og á Akureyri.
Rjúpnaveiðar. Margir bændur bönnuðu rjúpnaveiðar í
löndum sínum, einkum í Borgarfjarðar-, Mýra-, Dala- og
Austur-Barðastrandarsýslum, og spruttu sums staðar af
þessu deilur við veiðimenn.
Skólamál. Ýmsar breytingar voru gerðar á skólum
Reykjavíkur. Laugalækjarskóli var gerður að grunnskóla.
Ármúlaskóli var gerður að fjölbrautaskóla, en Kvennaskól-
inn að framhaldsskóla með uppeldisbraut. Tveir hinir
síðastnefndu eru í tengslum við Fjölbrautaskólann í Breið-
holti. Fóstruskólinn í Reykjavík fékk húsnæði í Lauga-
lækjarskóla. Nýir fjölbrautaskólar tóku til starfa í Vest-
(170)