Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 137
stofnsins á íslandsmiðum og taldi hann enn ofveiddan. —
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vann að ýmiss konar
vinnslutilraunum, einkum með kolmunna, að nokkru leyti í
samvinnu við stofnanir á Norðurlöndum. Haldið var áfram
tilraunum með kolmunnaskreið. Stofnunin hélt áfram til-
taunum til nýtingar úrgangs úr loðnu, spærlingi, kolmunna
og humri. Unnið var að rannsóknum á gerlaskemmdum í
fiskafurðum og hitaskemmdum í fiskmjöli. Stofnunin vann
að því að koma sér upp tilraunaverksmiðju. — Veiðimála-
stofnunin vann að merkingum á laxa- og silungaseiðum og
að laxeldistilraunum. Voru þær gerðar í Kollafirði, Botnsá í
Súgandafirði, Fossá á Skaga og Berufjarðará í Suður-Múla-
sýslu. Unnið var að rannsóknum á silungastofni Mývatns. I
Þingvallavatni voru gerðar tilraunir með murtuveiðar í flot-
troll. - Náttúrufræðistofnun íslands vann að rannsóknum á
sviði dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. Hún vann m.a. að
umfangsmiklum jarðfræðirannsóknum í Surtsey í samvinnu
við bandaríska vísindamenn. Líffræðistofnun Háskólans
vann m.a. að rannsóknum á lífríki í fjörum, vistfræði Mý-
vatns og Laxár, sjófuglastofnum hér við land, svifi í Skerja-
firði. fléttuflóru íslands og salmonellasýklum. Auk þe'ss vann
hún að þjónusturannsóknum fyrir ýmsar stofnanir, aðallega
rannsóknum á lifríki ákveðinna svæða. — Iðntæknistofnun
íslands var stofnuð 1978, er Rannsóknastofnun iðnaðarins
og Iðnþróunarstofnun íslands voru sameinaðar. Stofnunin
vann m.a. að rannsóknum á rafbræðslu sements, perlusteini,
forsendum steinullarverksmiðju á íslandi og trefjatækni.
Unnið var að tilraunum til að blanda vikri í ál til að drýgja
efnið. Tilraunir voru gerðar með leir til keramikgerðar. —
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins vann að rannsókn-
um á ýmsum byggingarefnum. Kannaðir voru steypugallar í
húsum á Reykjavíkursvæðinu og tilraunir gerðar til að
blanda kísilryki í sement til að draga úr alkalískemmdum.
Unnið var að rannsóknum á orkusparnaði við hitun húsa og
rannsóknum á vegagerð og burðarþoli jarðvegs. Stofnunin
annaðist ýmiss konar þjónustustarfsemi og gaf út fræðslurit.
— Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum vann að
(135)