Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 69
ekki upp fyrir sjóndeildarhring í Reykjavík fyrr en eftir miðjan mánuð
?8 er þá mjög lágt á lofti (2° yfir sjóndeildarhring í suðri við myrkur
1 mánaðarlok). Mars, Júpíter og Satúrnus eru á morgunhimninum.
Júpíter er næst sól og bjartastur, en Mars lengst frá sól og dauf-
astur. 'I byrjun mánaðarins verður Merkúríus líka á morgunhimn-
mum, milli Júpíters og Satúrnusar. Hann er lengst í vestur frá sól
mr>n 3. nóvember, en nálgast síðan sól og fer fram hjá Júpíter hinn
ú- nóvember. Júpíter og Satúrnus eru báðir í meyjarmerki, ekki
ijarri stjörnunni Spíku, sem er álíka björt og Satúrnus. Mars er nokkru
' vestar, í ljónsmerki, og því hærra á lofti. Hann reikar til austurs í
merkinu og birta hans fer heldur vaxandi, en hann er þó ekki eins
“jartur og Satúrnus.
Desember
Venus er í suðri þegar dimmir að kvöldi, mjög lágt í fyrstu.en hækkar
eftir því sem líður á mánuðinn, þótt hún sé að nálgast sól. í mánaðar-
‘°k er hún 8° yfir sjóndeildarhring við myrkur í Reykjavík og sest
íveim stundum síðar. Mars, Júpíter og Satúrnus eru morgunstjörnur
1 tneyjarmerki. Júpíter er vestast í merkinu og bjartastur. Mars er
‘justast og daufastur, en birta hans fer vaxandi, svo að hann er orðinn
álíka bjartur og Satúrnus um áramót. Þeir reika allir þrír til austurs,
°g fer Mars hraðast en Satúrnus hægast. í árslok er Satúrnus nokkurn
veginn mitt á milli Júpíters og Mars, um 15° frá hvorum.
Úranus ($ ) er í vogarmerki allt árið og því lágt á lofti. Þar sem birtu-
st>g hans er aðeins + 5,5 er erfitt að sjá hann án sjónauka. Hann er í
gagnstöðu við sól 19. maí og sést því best síðari hluta vetrar. Eftir-
farandi tafla sýnir stöðu Úranusar í stjörnulengd (a) og stjörnubreidd
(8) og hvenær hann er í hásuðri frá Reykjavík, en þá er hann hæst
á lofti, 5-6° yfir sjónbaug og kominn upp fyrir 2\ stundu.
/ suðri a 5 I suðri a 8
í Rvík t m o í Rvík t m o
jan. 10 29 15 45 -19,6 1. maí 02 39 15 47 19,7
febr. 08 32 15 50 -19,9
mars 06 44 15 52 -20,0 1. des. 12 42 15 55 -20,2
apríl 04 41 15 51 -19,9 31. des. 10 51 16 02 -20,5
Neptúnus ( + ) er í merki naðurvalda allt árið, mjög sunnarlega í
sólbrautinni og því lágt á lofti og erfitt að sjá hann frá íslandi. Birtu-
stig hans er um +8 svo að hann sést aldrei án sjónauka.
Plútó (E) er allt árið við mörk meyjarmerkis og Hjarðmanns. Birtu-
stig hans er nálægt +14 svo að hann sést aðeins í góðum stjörnu-
sjónaukum. Árið 1979 gekk Plútó inn fyrir braut Neptúnusar og
verður nær sól en Neptúnus fram til 1999.
(67)