Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 147
Verklegar framkvæmdir
Brýr. Unnið var að lokaframkvæmdum við Borgarfjarð-
arbrúna. Var aðallega unnið að uppfyllingunni við brúna
Borgamessmegin. Helztu ár, sem brúaðar voru: Seljadalsá í
Mosfellssveit, Kaldakvísl í Mosfellsdal, Ártúnsá á Kjalar-
nesi, Fáskrúð og Ljá í Dalasýslu, Hólsá í Tálknafirði, Bjarn-
‘ ardalsá í Önundarfirði, Miklagil á Holtavörðuheiði, Vala-
dalsá á Stóra-Vatnsskarði, Grafará á Höfðaströnd, Myrká í
Hörgárdal, Þorvaldsdalsá á Árskógsströnd, Rangá í Köldu-
kinn, Eyvindarlækur í Aðaldal, Naustá í Öxarfirði, Mið-
fjarðará í Bakkafirði, Svelgsá á Jökuldal, Heljará, Villingaá
og Hvammsá í Fáskrúðsfirði, Flöguá í Breiðdal, Kvísl hjá
Steig, V.-Skaft., Steinalækur undir Eyjafjöllum, Markarfljót
hjá Emstrum, Sandá á Kjalvegi og Markakelda á Eyrar-
bakkavegi. Hafinn var undirbúningur að því að brúa
Önundarfjörð hjá Holti.
Hafnir. Hafnaframkvæmdir voru víða um land. I Reykja-
l' vík var unnið bæði í vesturhöfninni og í Sundahöfn, t.d. var
gerð uppfylling við Slippinn í vesturhöfninni. Unnið var að
hafnaframkvæmdum m.a. á Grundartanga, Akranesi,
Ölafsvík, Reykhólum, Patreksfirði, Suðureyri, Bolungarvík,
ísafirði, Súðavík, Blönduósi, Skagaströnd, Siglufirði,
Grímsey, Ólafsfirði, Dalvík, Hauganesi, Litla-Arskógssandi,
Akureyri, Grenivík, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn,
Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Breið-
dalsvík, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Grindavík,
Sandgerði, Keflavík, Njarðvíkum og Hafnarfirði.
Sími. Byggingu fjarskiptastöðvarinnar austan Úlfarsfells
s miðaði vel áfram. Sjálfvirkur sími var tekinn í notkun allvíða
í sveitum, t.d. í Gnúpverjahreppi. Unnið var að sjálfvirkri
símstöð á Varmá í Mosfellssveit. 1000 nýjum símanúmerum
var bætt við í Breiðholti í Reykjavík og einnig 1000 nýjum
númerum í Kópavogi.
Útvarp. Ýmsar umbætur voru gerðar á dreifikerfi hljóð-
varps og sjónvarps. Litsjónvarpstækjum fjölgaði, en svart-
10
(145)