Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 135
Blönduóss. Unnið var að lagningu línu milli Dalvíkur og
Ólafsfjarðar og tengingu orkuveitusvæðis Skeiðfossvirkjunar
við aðalorkuveitusvæðið. Var byggð aðveitustöð á Dalvík
vegna þessa. Unnið var að undirbúningi að lagningu línu yfir
Eyjafjörð milli Hauganess og Grenivíkur. Jarðhræringar ollu
enn truflun á orkuframleiðslunni við Kröflu. Lögð var lína
frá Kröflu til kísiliðjunnar í Mývatnssveit. Unnið var að
» starfsmannabústöðum við Kröflu. Unnið var að línu frá
Laxárvirkjun til Kópaskers og að aðveitustöð við Kópasker
fyrir Norður-Þingeyjarsýslu og Bakkafjörð. Unnið var að
línu frá Laxárvirkjun til Vopnafjarðar, línu frá Grímsár-
virkjun til Egilsstaða og línu frá Hryggstekk í Skriðdal um
Djúpavog til Hafnar í Hornafirði. Unnið var að undirbún-
ingi að Bessastaðaárvirkjun. — Dísilstöðvahús voru byggð í
Grímsey, á Þórshöfn og í Stöðvarfirði.
Skipulagsnefnd um raforkuöflun skilaði áliti í febrúar.
» Rannsóknir
69 erlendir rannsóknaleiðangrar störfuðu að rannsóknum
hér á landi. Af þeim voru 32 frá Bretlandi, 12 frá Bandaríkj-
unum, 12 frá Vestur-Þýzkalandi, 4 frá Danmörku, 3 frá
Sovétríkjunum, 2 frá Sviss, einn frá Noregi, einn frá Finn-
landi, einn frá Frakklandi og einn frá Kanada.
Norræna eldfjallastöðin vann að rannsóknum á íslenzkum
eldfjallasvæðum, einkum Kröflusvæðinu, en þar var í sam-
vinnu við Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskólans
komið upp neti mælistöðva, sem gerir mögulegt að fylgjast
náið með jarðskorpuhreyfingum og kvikustreymi neðan-
,y jarðar. Þá var og komið upp mælineti í Vestmannaeyjum og
unnið að því að koma upp slíkum mælinetum á Hengils-
svæðinu og við Kötlu. Unnið var að rannsóknum á nokkrum
eldgosum fyrr á tímum, og haldið var áfram rannsókn á
efnasamsetningu basalthrauna. — Orkustofnun vann að
vatnsaflsrannsóknum og jarðhitarannsóknum víða um land.
Hún vann að landmælingum, kortagerð og umhverfisrann-
sóknum. Unnið var að rannsóknum á innlendu eldsneyti.
(133)