Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 149
nánd við Landsspítalann. Unnið var að dvalarheimilum
aldraðra við Dalbraut og Furugerði, og var fyrsti áfangi
heimilisins við Dalbraut tekinn í notkun. Unnið var að dag-
heimilum fyrir þroskahefta við Stjörnugróf og við Lyngás-
heimilið. Unnið var að heilsugæzlustöð í Breiðholti. Nokkuð
var unnið að Hallgrímskirkju, Áskirkju, Langholtskirkju,
Grensáskirkju, Breiðholtskirkju og safnaðarheimili Laugar-
nessóknar. Á Landakotstúni var hafin bygging safnaðarhúss
og prestahúss kaþólskra. Unnið var að nýja kirkjugarðinum í
nánd við Korpúlfsstaði, og voru framkvæmdir þar langt
komnar. Unnið var að mörgum skólahúsum, t.d. Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti, Hólabrekkuskóla og Seljaskóla
og hafin viðbygging við Kennaraháskóla Isiands. Hafin var í
Breiðhoiti bygging smábarnaskóla Ásu Jónsdóttur. Til starfa
tók dagheimili við Hagamel, Vesturborg, og annað í Suður-
hólum í Breiðholti, Suðurborg. Unnið var að skóladag-
heimili við Völvufell, og var því að mestu lokið. Unnið var að
dagheimilum við Iðufell og Fálkabakka í Breiðholti. Unnið
var að undirbúningi að byggingu nýs dagheimilis við Hálsa-
sel í Breiðholti. Unnið var að félagsheimilum í Árbæjarhverfi
og Breiðholtshverfi. Talsverðar framkvæmdir voru á
íþróttasvæðum borgarinnar. Miklar umbætur voru gerðar á
Sundhöll Reykjavíkur. Félagsheimili íþróttafélagsins Þróttar
við Sæviðarsund var formlega tekið í notkun. — Fjöldamörg
■ðnaðar- og verzlunarhús voru í smíðum. Hraðfrystihús ís-
bjarnarins í Örfirisey tók til starfa í ársbyrjun. Á Ægisgarði
var reist stórt viðgerðarhús, sem er þjónustumiðstöð fyrir þau
fyrirtæki, sem annast viðgerðir skipa í höfninni. Nýja verzl-
unarhúsið á Lækjartorgi var að nokkru tekið í notkun, og er
þar m.a. aðstaða fyrir Strætisvagna Reykjavíkur. Unnið var
að byggingu stórhýsis Framkvæmdastofnunar ríkisins við
Rauðarárstíg. Byggingu „Húss verzlunarinnar“ í Kringlu-
mýri miðaði vel áfram. Unnið var að stórri skemmu Toll-
vörugeymslunnar í Laugarnesi. Unnið var að stórhýsi Osta-
og smjörsölunnar við Bitruháls. Ríkisstjórnin gerði samning
til tólf ára við Torfusamtökin um leigu húseigna ríkisins á
Bemhöftstorfunni, og skyldu samtökin annast endurbygg-
(147)