Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 155
hús verkalýðsfélaga voru tekin í notkun á Illugastöðum í
Fnjóskadal. Unnið var að skólahúsi í Grenivík. Nokkur
ibúðarhús voru ísmíðum á Svalbarðseyri.
Eyjafjarðarsýsla. Unnið var að hitaveitu Akureyrar, og í
arslok voru um 75% húsa í bænum tengd hitaveitunni. Byggð
var dælustöð og miðlunargeymir. Hitaveita var einnig lögð á
bæi í Öngulsstaðahreppi. Haldið var áfram að bora eftir
heitu vatni hjá Laugalandi í Eyjafirði. Um 350 íbúðir voru í
smíðum á Akureyri. Var byggt mikið utan Glerár. Unnið var
að mörgum iðnaðar- og verzlunarhúsum. Byggingu
mjólkurstöðvarinnar og húss Eimskipafélags íslands var
'angt komið. Unnið var að sláturhúsi K.E.A. og að stækkun
ullarverksmiðjunnar Gefjunar. Hafin var bygging sements-
dreifingarstöðvar. Unnið var að stækkun gistihúsanna. Enn
var unnið að stækkun fjórðungssjúkrahússins og dvalar-
heimilanna fyrir aldraða. Unnið var að stækkun Sólborgar,
vistheimilis þroskaheftra. Unnið var að endurhæfingarstöð
lamaðra og fatlaðra. Unnið var að svæðisíþróttahúsi fyrir
Norðausturland. Unnið var að skólahúsum, t.d. húsi tón-
iistarskóla. Hafin var bygging heilsuhælis Náttúrulækninga-
félags Akureyrar í Kjarnaskógi. Unnið var að stórri við-
byggingu við skíðahótelið í Hlíðarfjalli. Á Dalvík var lokið
að mestu smíði heilsugæzlustöðvar, dvalarheimilis aldraðra
og stjórnsýslumiðstöðvar. Umbætur voru gerðar á frystihús-
inu. Allmargar íbúðir voru í smíðum. Miklar umbætur voru
gerðar á Vallakirkju í Svarfaðardal. Á Ólafsfirði var unnið að
heilsugæzlustöð, dvalarheimili aldraðra, dagheimili, gagn-
fræðaskólahúsi, gistihúsi og nokkrum íbúðarhúsum. I Hrísey
var borað eftir heitu vatni, og fáein hús voru þar í smíðum. Á
Siglufirði var unnið að um 40 íbúðum, m.a. verkamannabú-
stöðum. Þar var unnið að heilsugæzlustöð og dvalarheimili
aldraðra, dagheimili, stjórnsýslumiðstöð, sjóminjasafni,
íþróttavelli og umbótum á fiskverkunarstöðvum. I Grímsey
var unnið að fiskverkunarhúsi (lokið að mestu) og rafstöðv-
arhúsi. Umbætur voru gerðar á Miðgarðakirkju í Grímsey.
Skagafjarðarsýsla. Nokkur hús voru í smíðum á Hofsósi. Á
Hólum var unnið að húsi fyrir hrossakynbótabúið. Borað var
(153)