Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 151
smíðum, svo og mörg iðnaðar- og verzlunarhús. Mest var
byggt í austurbænum. Unnið var í Kópavogi að íþróttahúsi,
gæzluvelli og að skólahúsum, m.a. menntaskólahúsi. Nýtt
kvikmyndahús, Borgarbíó, lók til starfa í austurbænum í
Kópavogi. Gert var nýtt skipulag fyrir miðbæ Kópavogs. I
Garðabæ voru margar íbúðir í smíðum, flestar í austurhluta
bæjarins, en nokkrar í Arnarnesi. Unnið var að gagnfræða-
> skólahúsi og íþróttahúsi. Mikið var unnið að gatnagerð í
Garðabæ, t.d. var ný braut, Bæjarbraut, lögð frá austurhluta
Garðabæjar vestur á Hafnarfjarðarveg. Minnisvarði um
Hausastaðaskóla var reistur á Hausastöðum á Álftanesi.
Hokkur hús voru í smíðum í þéttbýlishverfinu í Bessastaða-
hreppi. Um 180 íbúðir og nokkur iðnaðar- og verzlunarhús
voru í smíðum í Hafnarfirði. Unnið var þar að skólahúsum,
einkum Lækjaskóla og Víðistaðaskóla. Unnið var að skipu-
lagi Hvammahverfis í Hafnarfirði.
Miklar framkvæmdir voru við hitaveitu Suðurnesja.
Unnið var að borunum á Svartsengi og byggingu húss
Orkuvers II, sem á að anna hitunarþörf Keflavíkurflugvallar.
Unnið var að byggingu stórrar dælustöðvar og vatnsgeyma á
Fitjum í Njarðvíkum og unnið að undirbúningi að lagningu
hitunarkerfis um Keflavíkurflugvöll. Unnið var að lagningu
dreifikerfis í Sandgerði, Garði og Vogum, og var því að
mestu lokið. Áður var að mestu lokið lagningu dreifikerfis í
Grindavík, Keflavík og Njarðvíkum. Var þá hitaveitan
komin í notkun í öllum byggðum Suðurnesja nema í Höfn-
um og hluta Miðneshrepps og Vatnsleysustrandar. — f
Vogum voru nær 40 íbúðir í smíðum, og mikið var unnið þar
að gatnagerð. Lokið var þar að mestu byggingu skólahúss og
unnið að íþróttavelli. í Njarðvíkum var tekin í notkun sorp-
eyðingarstöð Suðurnesja. Um 100 íbúðir voru í smíðum í
Njarðvíkum, og skipulagt var nýtt íbúðahverfi í Innri-
Njarðvík. Nýja kirkjan í Ytri-Njarðvík var vígð 19. apríl. Enn
var unnið að framkvæmdum við íþróttahúsið í Njarðvíkum.
í Keflavík voru um 130 íbúðir 1 smíðum, m.a. íbúðir fyrir
aldraða. Unnið var þar að skólahúsum, íþróttahúsi og
stækkun sjúkrahússins. Nokkur iðnaðar- og verzlunarhús
(149)