Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblað DV og sorglegor sögor Harmonikkuleikari situr á hom- inu og spilar sorgarlag. Það er kald- asti janúar í Finnlandi síðan í vetr- arstríðinu þegar meira að segja Rauði herinn, sem kallaði ekki allt ömmu sína þegar kom að kulda, þurfti að gefast upp og snúa við. Ölvaður maður kemur upp að mér og faðmar mig og segir að konan sín hafi yfirgefið sig. Ég felldi tár yfír að hafa loksins fundið stað sem ég átti heima á. Tárið fraus áður en það féll til jarðar. Götutrúbador og pylsusali Þannig kom Finnland mér fyrst fyrir sjónir árið 1999 þegar ég fór þangað sem skiptinemi, eftir að hafa verið rekinn af stúdentagörð- um hér heima fyrir kattahald. Kött- urinn Ramses var settir í fóstur það- an sem hann strauk og hefur ekki sést síðan. En síðan ég hef komið til Finnlands við hvert tækifæri, og starfað þar meðal annars sem gluggaþvottamaður, skipaþrifa- maður, götutrúbador, pylsusali og við að raða flöskum í vodkaverk- smiðju. í hjáverkum var ég svo að skrifa leikrit fyrir enskumælandi leikhóp og eltast við hina fögru Júl- íu Sesar, hálf-spænska, hálf-rúss- neska gyðju sem sást síðast í Tol- stoy-lestinni, á leiðinni til Moskvu. Og aftur var ég staddur í Finn- landi vegna kvenmanns, í þetta sinn aiíslenskrar stúlku sem ég kynntist við skipaþrif tveimur árum áður og kaus, lflct og ég, að halda sig í Finnlandi þegar tækifæri gefst. En það tókst ekki alltaf, svo að þetta samband átti líkt og önnur sem ég hafði átt í við landfræðilega erfið- leika að stríða. Valur Gunnarsson, segir af feröum sínum til Finnlands og heimsóknum I ufuböð. Bréf frá Finnlandi Engin Marshall-aðstoð Finnland er um margt lflct fs- landi, á jaðri Norðurlanda í námunda við stórveldi kalda stríðsins, þó að innrás Bandaríkj- anna hingað í seinni heimsstyrjöld hafi líklega verið ákjósanlegri en innrás Sovétríkjanna í Finnland. Og meðan við fengum Marshall-að- stoð þrátt fyrir að hafa ekki orðið fyrir eyðileggingu í átökum fengu Finnar ekkert slíkt. Þvert á móti þurftu þeir að borga Rússum stríðs- skaðabætur fyrir ómakið, endur- greiða þeim hverja sprengju sem þeir skutu á Finnland og láta þá fá 10% landsvæðis síns að auki. En meðan íslendingar voru fljótir að sóa stríðsgróðanum og báðu Bandaríkjamenn stöðugt um meira tókst Finnum að vinna sig upp í einhver hæstu lífsgæði í heimi með dugnaði sínum einum að vopni, fyrst við að flytja út timbur, svo há- tæknivörur. Því að þegar kreppir að og þarf að skera niður íjárlög alls staðar, svo sem í kreppunni eftir hrun Sovétríkjanna, auka þeir þvért á mót útgjöld til menntamála, svo að næsta kynslóð á eftir geti fundið nýjar leiðir til að varast ógöngur. Og þetta hefur skilað sér í einhverju besta menntakerfi í heimi og afar framsækinni þjóð. Frá stígvélum til GSM-síma Ég lenti í Tampere, sem er næst- stærsta borg Finnlands eftir að Rússar tóku Viipuri sem áður hafði haft titilinn. Tampere er helsta höf- uðstöð verkalýðsins, þar bjó Lenín í útlegð sinni á milli febrúar- og októberbyltinganna, og þar höfðu rauðliðar varist lengur en nokkurs staðar annars staðar í borgarastríð- inu 1918. En í dag eru menn hvorki að reisa þar stóriðjuverksmiðjur né álver. í bænum Nokia í útjaðri borg- arinnar, þar sem áður var einhver mesta framleiðsla á gúmmístígvél- um á Norðurlöndum, eru nú fram- leiddir GSM-símar og annar tækni- búnaður. Og í lista- og fjölmiðla- háskólanum í Tampere er verið að vinna að næstu kynslóð tölvuleikja, þar sem þátttakandinn berst við andstæðinga sína með öllum lflc- amanum, sem fær svo svörun á skjántrm. Kannski mun það einnig hafa jákvæð áhrif á holdfar tölvunörda. Sánurnar eru nauðsyn En það er meira sem skilur ís- lendinga og Finna að en sagan. Á ís- landi er rok og rigning og maður veit aldrei, hvort sem er sumar eða vetur, á hvernig veðri maður á von, sem skilar sér í almennum þjóðleg- um pirringi. En í Finnlandi fellur snjórinn á haustin og menn vita að hann fer ekki aftur fyrr en að vori, sem leiðir af sér innhverfari, og oft á tíðum sorgmæddari þjóðarkarakt- er. En Finnar gera sér grein fyrir að sorgin verður að hafa sinn stað og tíma, ólflct íslendingum sem kepp- ast við að sannfæra alla um að þeir séu hressir og í stuði. Finnar segja ekki margt, en það sem þeir segja meina þeir, og það er mikill léttir að umgangast þannig fólk. Og fátt er betra í miðjum frost- hörkunum en góð sána, sem iljar manni að utan jafht sem innan svo manni verður hlýtt inn að beini. Allir finnskir túristabæklingar byrja á að benda á að sánur séu ekki kynferðisleg fyrirbæri, þrátt fyrir að í stórum hluta heimsins sé sána orðið einhvers konar feluorð yfir vændi. íslendingar höfðu einhvem tíma sínar baðstofur. En með versnandi veðurfari og harðnandi árferði á tímum einokunarverslun- ar flutti fólk inn í baðstofurnar í von um að halda á sér hita, og orðið baðstofa varð notað um einhvers konar setustofu. Við höfum þó enn okkar sundlaugar og heita potta, og sánur em helst fyrir þá ríku meðan í Finnlandi er þessu öfugt farið. Hvert hverfi og hver blokk hefur sínar sánur en sundlaugar em fremur dýrar og þykja mikill mun- aður. Enda em sánur ekki lúxús í 25 stiga frosti, þær em nauðsyn. Spéhræðslan skilin eftir heima Ég gekk inn þar sem har- Einstök húsgögn með heillandi sögu. Úrval fallegrar og óvenjulegrar gjafavöru Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir. monikkuleikari lék í anddyrinu. Ég rétti honum sex evmr og hann lét mig hafa lykil að skáp. Ég komst seinna að því að hann hafði eitt sinn spilað á markaðnum fyrir stór- fé, en hætti því vegna þess að hann vildi frekar spila fyrir sjálfan sig. Ég klæddi mig úr og tók eftir því að eldri kona gekk um meðal nöktu mannanna. Hún leit á mig og spurði mig hvort ég væri íþrótta- maður. Ég hvað svo ekki vera, kannski hefur hún haldið ég stund- aði súmóglímu, en annars er rm'n helsta líkamsrækt að lyfta glösum í hálfkílóagymminu, eins og Finnar kalla það. Hún bauðst næst til að þvo mér, en ég taldi það ekki nauð- synlegt, opnaði bjór og gerði mig reiðubúinn til að hitna inn að bein- um. Þegar ég gekk inn í sturtuklef- ann var hún að sápa annan nakinn karlmann frá hvirfli til ilja. Sumum útlendingum sem koma hingað þykir nóg um að þurfa að fara í sturtu með öðrum af sama kyni, en í Finnlandi er best að skilja alla spé- hræðslu eftir heima. Og maður þarf heldur ekki að vera f stuði frekar en maður vill. Sána Maður þarf að vita hvar hverfissánan ertiiaöfinna þaö. Múmínálfarnir Finnsk uppfinning en upp á sfð- kastiö hafa þeir reynt aö eigna sérjólasveininn lika. www.nr,Kl»l|UiHl T w,w |WKlinp.uf|t íþróttabúð í Finnlandi Selja skíöavörur á veturna | og golfvörur á sumrin Tampere Höfuöborg fínnska verkalýösins. Þróun Unniö aö þróun tölvuleiks þar sem allur iíkaminn ernotaöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.