Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Nýr diskur Eivarar „okkar“ Pálsdóttur er nokkuð ólíkur fyrri disk- um hennar, gítarspil og söngur flytja einfaldari tónlist á færeysku, íslensku, sænsku og ensku en oftast áður. Helmingur laganna er eft- ir hana sjálfa, hin eru úr ýmsum áttum. Hún segir diskinn meira í ætt við vísnatónlist en djass eða rokk. DV-myndir Hari Húsiö hennar Eivarar Pálsdóttur er vel falið bak við önnur í 101 Reykjavík. Hún tekur á móti blaða- manni DV með rjúkandi kaffi, konfekti og ótal kertum í desember- regninu og reynist ekki minna nátt- úruafl í eigin persónu en þegar hún gefur sig alla í tónleikasölum af öll- um stærðum. „Tónlistin á þessum diski breytúst töluvert á meðan á upptökum stóð,“ segir hún glað- lega. „En það gerist alltaf þegar hún fer að hljóma og maður getur hlust- að í botn.“ Innri röddin Eivör segist yfirleitt ekki fram- kvæma að úthugsuðu máli. „Ég geri allt á tilfinningunni og það sem mig langar mest til að gera hverju sinni. Ég reyni að hugsa ekki mikið um markaðinn eða kröfur hans, reyni heldur að vera sjálfri mér trú og fylgja hjartanu. Og það er svo merkilegt að þegar maður gerir það af einlægni snertir maður við öðrum, hvað sem markaðsspár og spekúlantar segja.“ Eivör gerir tónlisúna við Úlf- hams sögu semnú er sýnd í Hafnar- fjarðarleikliúsinu. „Ég lærði óskap- lega mikið á þeirri vinnu," játar hún. „Hópur manna var með í þessu verkefni frá byrjun eiginlega. Ég byrjaði á að skoða rímurnar sem geyma þessa sögu, hlustaði á rímnasöng á Stofnun Arna Magnús- sonar, Steindór Andersen kvað fyrir mig þegar ég bað hann og auðvitað þekki ég færeysku rímurnar lika mjög vel. Auk þessara róta leitaði ég í það sem ég hef áður gert og til varð tónlisún við Úlfhams sögu.“ Og henni finnst hreint ekki óþægilegt þegar við íslendingar köllum hana Eivöru okkar. „Ég elska að heyra þetta," viðurkennir hún fúslega. „Mér hlýnar bókstaf- lega um hjartaræturnar. Þið eigið jafnmikið í mér og Austurey og Færeyjar." Þekkir ræturnar og er opin fyrir öllu „En ég er ekki tónlistarmaður sem heldur sig við einhvern einn stfl, “ heldur hún áfram. „Ég vil held- ur leggja mig efúr mörgu og geta unnið úr því og safnað f lífsbakpok- ann. En þar ofan í eru líka uppruni minn og ætúr og ég vil geta unn- ið úr þessu öllu, verið fær- eysk en samt sungið og samiö rokk, djass og vísnatón- list sem fólk w "mS: hvar sem er í heiminum kann að meta. Ég vil ekki festast í neinu, frekar vera sjálfri mér trú og taka við áhrifum. Tónlistin er ekkert öðruvísi en síbreytilegar árstíðimar, maður verður að geta tekið þeim öllum því þær em yndislegar hver með sínum hætti. Tónlistin er allt um lykjandi, mér var bara gefið að miðla henni áfram. Langbesú skólinn er svo að vinna með öðrum tónlistarmönn- um, mér fannst til dæmis æðilslegt að kynnast Donald Lunny, hinum írska. Ég fór til írlands að spila þeim á síðasta ári, ég hélt mú einkennum og þau sfnum en út- koman hljómaði vel því ræturnar em að mörgu leyti þær sömu. Ég verð aldrei hrædd við samstarf við þekkta tónlist- armenn úú í heimi, ég hlakka fyrst af öllu óskap- lega til og nýt þess út í ystu æsar að drekka í mig áhrif frá þeim.“ Frá Götu á Aust- urey Hún er fædd og uppalin í Götu á Austurey í Fær- eyjum og þar lauk hún skyldu- náminu. „Gata er mjög sætur staður," útskýrir hún. „Þar búa ekki nema þús- und manns og mér finnst alltaf jafn gott að koma heim í pönnukökulykt- ina og rólegheit- in. Þar ganga hluúrnir hægt fyrir sig, stressið er ekki eins áber- andi þar og hér. Þess vegna reyni ég að skjótast heim á svona tveggja mánaða fresú, það er ekki nema klukkutíma flug og mér finnst gott að sitja f eldhúsinu hjá mömmu. En hér á ég heima, ég fer þangað í heimsókn til fjölskyldunn- ar.“ Eivör segir mikið hafa verið hlustað á tónlist á heimilinu. „Mamma var í kór, pabbi skrifar bæði bundið og óbundið mál, en vísnasöng lærði ég mest hjá lang- afabróður mínum. Hann kenndi mér ógrynni af gömlum vís- um og sálm- um.“ Varð að fara og syngja Eivör hætti í skóla að loknu skyldunámi. „Og ég hef aldrei séð eftir því, maður lærir svo margt á þessum aldri. Ég gat bara ekki hugs- að mér að halda áfram að sitja og reikna, ég varð að fara og syngja. Með mínar rætur í færeyskum vís- um og sálmum skellú ég mér í rokk- ið og djassinn, ég hef alltaf haft þörf fyrir að vera sem opnust fyrir öll- um stefnum. Fyrsta platan mín í Færeyjum var á nokkuð þjóðlegum nótum. Þegar ég var 18 ára kom ég svo til íslands að læra söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Og ég heiilaðist gjörsamlega af Reykja- vík,“ rifjar Eivör upp. „Mér þótú ég stödd í stórborg þótt ég hefði ferðast um Norður- löndin með færeyskum hljómsveit- um. ísland er nefnilega mjög sér- stakt á margan hátt. íslendingar eru alþjóðlegir og framarlega á mörg- um sviðum og þótt rólegheitin séu meiri í Færeyjum hefúr það bæði kosti og galla. Færeyningar og ís- lendingar eru mjög lfldr að mínu maú, mótaðir af veðri, náttúru og h'finu á eyju. Mér hefur aldrei fundist ég vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.