Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4 DESEMBER 2004 Helgarblað DV Bandarískir verðir líta á fangana í Guantanamo eins og dýr. Það er enginn stórhættulegur hryðjuverka- maður þar en samt beita hermenn pyntingum til að komast að upplýsingum sem engu máli skipta í stríðinu gegn hryðjuverkum. David Rose, sem hefur rætt við fanga og fangaverði, segir margar aðferðir vera notaðar til pyntinga. Bandarískir verðir í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu pynta fanga með háværri rokktdnlist Bruce Springsteens og Eminems, þeir nota sterka birtu til að þeir geti ekki sofið, niðurlægja þá og halda þeim vikum saman í einangrun. Enginn af hættulegustu höfuðpaurum al Kaída-samtakanna er geymdur í Guantanamo, heldur eru þetta upp til hópa minni spámenn og sakleysingjar sem hafa verið seldir í hendur bandarískra leyniþjónustumanna í Afganistan, Pakistan, Zambíu, Gambíu ogvíðar. „Við vitum ekki hvaða aðferðum þeir beita núna eftir hneykslið í Abu Ghraib, en Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra hefur leyft þeim að nota ýmis meðul til að ná upplýsing- um út úr föngum," segir David Rose, breskur blaðamaður sem hefur kynnt sér ástandið í Guantanamo, talað við fanga og fangaverði. Bók hans um stríð Bandaríkjamanna gegn mann- réttindum í Guantanamo-búðunum er komin út á íslensku. Rose segir að upplýsingamar sem koma frá föngunum eftir að þeim er lofað betri meðferð séu gagnslausar og það hafi hann fengist staðfest frá háttsettum mönnum í Washington. Á meðan enginn árangur virðist nást í Guantanamo halda pynting- arnar áfram. „Þeir halda mönnum í einangrun vikum saman, 30 daga í einu, og framlengja ef þeim sýnist svo,“ segir hann. „Þeir nota það að láta menn sitja hlekkjaða í óþægileg- um stellingum tímunum saman, þeir vom skildir eftir liggjandi á jörðinni í langan tíma í einu, sem getur verið mjög sárt.“ Born in the USA „Fyrrum fangar hafa sagt mér og fangaverðir hafa sagt New York Times frá því að þeir hafi notað há- væra músfk með Bmce Springsteen og Eminem til að hrella fangana og þeir notuðu skæra birtu til að vekja óþægindi með mönnum." Til dæmis hefur lagið Bom in the USA með Springsteen verið spilað í síbylju. Rose segir að fangaverðir hafi viður- kennt að hafa verið með hávaða á nóttunni til að halda mönnum vak- andi. „Þeir trufluðu svefri hjá föng- um, sviptu þá svefni, þótt Donald Rumsfeld hafi kallað það svefnaðlög- un. “ Hann segir einna alvarlegast að föngum hafi verið haldið í pínulitíum klefum mánuðum saman. „Fangam- ir hafa ekki hugmynd um hversu lengi þeir eiga eftir að vera þarna eða hvaða sönnunargögn valda því að þeir séu geymdir þar, þeir em ein- angraðir, enginn heimsækir þá og þau litíu samskipti sem þeir mega hafa við fjölskyldu sína em vandlega ritskoðuð. Þetta er mjög, mjög erfið aðstaða." „Menn fá síðan umbun fýrir að gefa einhverjar upplýsingar um sam- fanga sína. Þeir fá til dæmis að drekka vatn úr bollum en ekki að bogra hlekkjaðir við krana. Þá byrja þeir að bulla einhveija vitleysu og það er ekkert varið í upplýsingarnar sem þeir láta frá sér,“ segir David Rose. Heilaskaði fyrir lífstíð Hann hefur upplýst það sem kallað er ERF-liðið, sérþjálfaðar sveitir fangavarða, „Extreme React- ion Force". „Fangarnir hafa búið til orð yfir að lenda í þeim köllum. Það þýðir að vera dreginn út úr klefan- um sínum, laminn, höfuð, skegg og augabrúnir rökuð af og vera spraut- aðir í andlitið með piparspreyi. Þetta er gert meðal annars til að mýkja menn upp fyrir yfirheyrslur," segir Rose sem vitnar meðal annars til frásagna Tariks Degoul, eins af bresku föngunum sem nú er laus, þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi aðeins sagt að í Guantanamo væm hættulegir hryðjuverkamenn. Um 200 af þessum mönnum sem hefur verið lýst sem stórhættulegum hryðjuverkamönnum hefur verið sleppt úr fangabúðunum en líklega em um 600 enn í haldi, án þess að unnt sé að fá nokkrar tryggar tölur um það. Bandaríkjamenn neituðu alltaf að þessi sveit væri til en þá kom upp mál bandaríska hermannsins Shauns Baker. Rose hefur fjallað um mál Bakers sem var þjálfaður hermaður sem var fenginn tÚ að taka þátt í æf- ingum með ERF-liðinu. Hann var klæddur í appelsínugulan fangabún- ing og kennt hvemig hann ætti að stöðva atíöguna þegar hann vildi. Hann átti að öskra upp yfir sig „Red“. „ERF-mennirnir réðust á hann, börðu hann og kæfðu, þannig að súrefhisflæði til heilans stöðvaðist," segir David Rose. Hann féll í öngvit og eftír langa vist á hersjúkrahúsi er hann með varanlegan heilaskaða Hann fær tíu flog á dag að meðaltali ennþá og mun aldrei ná sér. Rose segir að nýleg skýrsla Rauða krossins um pyntingar í Guant- anamo sé merkileg fyrir það að vitn- isburðurinn er frá því eftír Abu Ghraib. Hann segir að þegar hann fór til Guantanamo, hafi honum verið sýnd fagra hliðin á þessum fanga- búðum. ,Allt það ógeðslega var falið. Mér leið eins og það væri verið að sýna manni pótemkintjöld, ekki hvað þarna var raunverulega á ferðinni eins og ég komst að eftir að ég kom frá Guantanamo." x$mfí J.. '* m Q | ' J > ERF-mennirnir réðust á hann, börðu hann og kæfðu, þannig að súrefnisflæði til heil- ans stöðvaðist. Vannærðir og hlekkjaðir við rúm Hann sagði þó að ef menn hefðu augu og eyru opin kæmust menn að ýmsu. Hann heimsótti spítalann á svæðinu. „Þar lá náungi sem var hlekkjaður við rúmið. Hann var um 50 kJIó og það var verið að mata hann í gegnum slöngu í nefið. Hann hafði verið í hungurverkfalli í 50 daga. Ég spurði lækninn af hverju hann væri lilekkjaður við rúmið og læknirinn sagði mér að hann vildi ekki að það yrði ráðist á verðina. Ég sagði „Hvað meinarðu? Þessi maður er 50 kíló með slöngu í nefinu. Heldurðu í al- vörunni að hann sé hættulegur? Hef- ur nokkur af þínum mönnum orðið fýrir árás? Nei, það hefur ekki verið ráðist á neinn, sagði hann því menn- irnir eru hlekkjaðir við rúmin, sagði hann. Það er svona rökfræði sem tröllríður öllu í Guantanamo.“ David Rose tók einnig eftir því að margir voru á þunglyndislyfjum í búð- unum. „Ég spurði af hverju svo margir væm þunglyndir, gæti það verið vegna þess að þeir væm svo einangraðir og ekki í neinum tengslum við fjölskyld- una og svo framvegis, en Steve Ed- mundson yfirlæknir sagði: Nei,nei nei, þeir hafa ömgglega verið veikir á geði áður en þeir komu hingað." Hann segir að fangaverðirnir hafi neitað því að fangar hefðu reynt að mikið að þeir muni aldrei mæta fyrir rétt. David Rose segir að það sem hafi slegið hann mest hafi verið þegar hann spurði yfirmann í búðunum út í hagi fanganna og komst að því að þeir litu ekki á fangana sem menn. „Hann yppti bara öxlum. Ég áttaði mig á því að verðimir litu ekki á fang- ana sem fólk, þeim leið eins og dýragarðs- vörðum.“ kgb@dv.is fyrirfara sér. Það væm hins vegar dæmi um að menn hefðu viljandi reynt að skaða sig til að fá betri með- ferð. „Þaö var einn náirngi á spítalan- um sem var búinn að vera í tveggja mánaða ,dái eftir að hafa reynt að hengja sig. Hann á aldrei eftir að ganga aftur og var rétt að byrja að tala aftur þegar ég var þar. Það er kjaftæði að hann hafi gert það til að fá betri umönnun, það er bara búið að endur- skilgreina sjálfsmorð- stilraunir til að þetta líti ekki eins illa út," segir Rose. Enginn aðalkall Nú er búið að koma upp nýrri álmu í fang elsinu í Guantanamo sem köllluð er Camp Echo sem er einhvers konar öryggisfangelsi, sem er með hærri öryggis- kröfur en hinar álmurnar og enn meiri hætta á að þar séu menn pyntaðir. „Það er sagt að þar eigi að geyma íraka og mér hefur verið sagt að þangað hafi verið fluttir menn úr CIA-fangelsi í írak. Ég veit ekki hversu margir em geymdir þar en þama er eitthvað nýtt að ger- ast. Einnig hafa verið uppi sögusagnir um að í þessum búðum eigi geyma hættulegusm yfirmenn al Kaída sem em í haldi, Ramzi al Shibh og Khalid Sheikh Mohammed. Rose hefur ekki trú á því enda telur hann að þessir menn hafi verið pyntaðir svo að bin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.