Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 75
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 75' Bannað að Ijúga Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Bensín- orkunni sé óheimilt að aug- lýsa fyrirtækið og þjónustu þess sem þá ódýrustu á markaði þegar slík er ekki raunin. Höfðu samkeppnis- aðilar Orkunnar kvartað vegna auglýsinga þar sem fullyrðingar um ódýrasta verð á markaði er haldið fram með orðunum „Alltaf ódýrast" og Miklu ódýrara". Nýtækni fyrir lygamælingar Segulómtækni sem not- uð er við leit að heilaæxlum hefur reynst nothæf sem lygamælir, að því er bandarísk- ir vísinda- menn hafa uppgötvað. Þegar maður segir satt eru ekki sömu heilastöðvar virkar og þegar maður lýg- ur, segja vísindamennirnir. Þeir segja segulómtækin geta orðið áreiðanlegri lygamæla en mælana sem nú er notast við. Bréf kom 286 árumof seint Þýska póstþjónustan hefur sett nýtt met eftir að bréf sem sett var í póst fyrir 286 árum barst loks á rétt heimilisfang á mið- vikudag. Bréflð var sent frá yfirmanni Lútersku kirkjunnar í Eisenach til safnaðarnefndarinnar í Ostheim árið 1718 og innihélt samþykki kirkju- yfirvalda íyrir því að neflidin gæti ráðið sér annan prest eftir andlát þess er hafði þjónað söfnuðinum. Fyrir mistök var bréflð sent í annað þorp með sama nafni og endaði á skjalasafninu þar. Þegar sagnfræðingur frá Ostheim-vor-der- Rhoen hitti kollega sinn frá hinu þorpinu og þeir grúskuðu saman í skjala- safninu komu mistöídn í ljós. Seðlabanki bremsar Verðbólgan á næstu tveimur árum verður um- talsvert meiri en tveggja og hálfs prósentu verðbólgu- markmið samkvæmt spá Seðlabankans og stefnir í 4,3% innan ársins árið 2006 miðað við endur- metnar horfur í efnahags- málum. Við- brögð bankans eru hækkun stýrivaxta um 1% sem er töluvert meiri hækkun en markaðsaðilar höfðu reikn- að með, en greiningardeild Landsbankans spáði 0,5- 0,75% hækkun stýrivaxta. Auk þess að hækka stýri- vexti hefur Seðlabankinn ákveðið að hætta gjaldeyr- iskaupum til styrkingar gjaldeyrisforða bankans. Greining Landsbankans segir frá. Veitingamaðurinn Jón Fanndal á ísafirði segist mundu brenna geisladiska sína með Kristjáni Jóhannssyni ef konan hans ætti ekki helminginn í þeim. Hallgríms- kirkja hefði átt að gefa eftir hálfrar milljónar húsaleigu. Jón gagnrýnir söngvarana harðlega fyrir að ganga út af tónleikunum með vasana fulla af peningum. Ifill brenna geisladiska Kristjáns Jáhannssonar Jón Fanndal á ísafirði er reiður söngvurum og Hallgrímskirkju fyrir að maka krókinn á styrktartónleikum fyrir krabbameins- sjúk börn. „Fólk sem er að fara á styrktar- tónleika fer til að styrkja krabba- meinssjúk börn. Það ætíast ekki til þess að stór hluti peninganna fari í þessa söngvara. Og að ég tali nú ekki um í rekstur á kirkjunni," segir Jón Fanndal, veitingamaður á ísafirði, sem er reiður vegna þess hversu stór hluti aðgangseyris á styrktartónleika fyrir krabbameinssjúk börn fór í að greiða þóknun söngvara og gjald fyrir afnot af Hallgrímskirkju. Lágkúra að fylla eigin vasa „Ég kalla það hreinustu lágkúru og ekkert annað að taka svona stóra peninga fyrir styrktartónleika," segir Jón. „Það er ekki hægt að líkja því saman að halda svona styrktartón- leika eða venjulega tónleika. Fólk vildi miklu heldur fá einhverja minna fræga til þess að skemmta heldur en einhverja súperfræga sem ganga út með fjárfúlgur í vösunum af þeim peningum sem koma inn.“ Jón segir það ekki síður vera sér áfall að HaÖgrímskirkja hafi inn- heimt yfir hálfa milljón króna í húsa- leigu vegna tónleikanna. Fer ekki í kirkju um jólin „Ég hlusta ekki á þetta serri prest- urinn er að segja. Um síðustu helgi var biskupinn sjálfur að biðja fólk að setja pening í söfnunarbauka fyrir munaðarlaus börn í Úganda. í sömu kirkju eru svo styrktartónleikar og þá þarf kirkjan 500 þúsund krónur í einhvern rekstrarkostnað. Þetta er „Ég hlusta mikið á tónlist og hef haft mikið dálæti á þeim - þar til núna. Þá missti ég það. Þetta var bara kjaftshögg fyrir mig." alltof mikið. Kirkjan átti hreint og klárt að gefa krabbameinssjúkum börnum leiguna," segir Jón, öldung- is gáttaður á staðreyndum málsins. „Þetta á nú að vera hlutverk kirkj- unnar," bætir hann við. Jón segist orðinn algjörlega af- huga því að sækja kirkju um þessi jól. „Þegar svona kemur upp þá dýrka ég bara minn guð hér heima," segir hann. Kjaftshögg frá átrúnaðar- goðum Um listamennina sem gjald fýrir söng sinn segir Jón „Ég hlusta mikið á tónlist og hef haft mikið dálætí á þeim - þar til núna. Þá missti ég það. Þetta var bara kjaftshögg fyr- ir mig.“ Að sögn Jóns á hann tals- vert af geisladiskum með söng Kristjáns Jóhannsson- ar. „Helst vildi ég brenna þá alla en það er spurn- ing hvort ég fæ það fyrir konunni - hún á helm- inginn í þeim," segir hann og hlær. „Ég á jóla- ' diskinn hans Kristjáns og ég mun örugglega ekki hlusta á hann yfir þessi jól." Segir ekki nei við veik börn í starfi sínu sem veitingamað ur hittir Jón marga. „Ég heyri reið ina í fólki. Það er reitt yfir þessu sama og ég: Að svona stór hluti inn- komunnar skuli ekki fara til krabba- meinssjúku barnanna. Það sættir sig ekki við það og ekki ég heldur," seg- ir hann. Sjálfur segist Jón hafa svo mikla samúð með langveikum börnum að hann hafi aldrei fengið af sér að segja nei þegar hann hafi verið beð- inn um að styrkja þau. „Það hef ég snertir hjarta mitt þegar verið er að safna fyrir þessum litíu veiku börn- um. sem um þessa peninga væri dáð af þjóðinni ef það hefði gert þetta fyrir lítið eða ekki neitt." gar@dv.is Jón Fanndal „Égájóla- diskinn hans Kristjáns og ég mun örugglega ekki hlusta á hann yfir þessi jól,“ segir Jón Fanndal á Isafirði. Samfylkingin í Hafnarfirði gerir 25 milljóna króna samning við skátafélagið Hraunbúa Bærinn bjargar fjársveltri skátahreyfingu .Ástandið var orðið mjög alvar- legt," segir Örn Tryggvi Johnsen, stjómarmaður í skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði. Árið 1997 var ráðist í byggingu glæsilegs skáta- heimihs við Víðistaðatún. Bærinn keypti gamla húsið og lagði firam fé til uppbyggingar. Síðustu ár hefúr hins vegar syrt í álinn fýrir skátana. Fjár- hagskröggur hafa lamað félagið og þurfti að segja Gunnar Svavars- son forseti bæjar- stjórnar Segir stefnu bæjarins að styðja við bakið á æsktjlýðsstarfi. Skátaheimili Hraunbúa Bærinn kemur fjársveltum skátum til bjargar. starfsmanni upp fyrir síðustu ára- mót. „Við hefðum ekki getað ráðið við að halda áfram starfsemi í þessu glæsilega húsi hefði bærinn ekki að- stoðað," segir örn Tryggvi en frá því nýja skátahúsið var byggt hefur hreyfingin þjáðst af alvarlegum fjárskorti. „Það er mun erfiðara fyrir okkur að fá fjármagn en til dæmis íþróttafélögin," segir Örn Tryggvi en neitar því að fjármálaóreiða hafi ver- ið ástæða þess hve skátahreyfingin í Firðinum var illa stödd. „Við einfald- lega stóðum ekki undir lánum af nýja húsinu," segir hann. Gunnar Svavarsson, forsetí bæjar- stjómar í Hafnarfirði, segir það rétt að bærinn muni hlaupa undir bagga með skátunum. „í fjárlagafmmvarp- inu fá þeir tuttugu milljónir og við afnotarétt af skátaheimilinu. Það verður einnig endumýjaður við þá rekstrarsamningur upp á um fimm milljónir," segir Gunnar og bætír við: „Skátarnir em einn af mörgum burðarásum í æskulýðsstarfi í bænum og það hefur verið leiðarljós okkar að styðja við bakið á því." Stífla í stálpípum Reykjanesbær hefur fellt úr gildi lóðaleigusamning við fyrir- tækið IPT vegna 2. áfanga að stál- röraverksmiðju í Helguvík. Fyrir- tækið hafði ætlað að kaupa not- aða stálröraverksmiðju í Kanada og flytja til Helguvikur. Ekki varð af ffamkvæmdum fyrir 20. nóv- ember eins og lóðarsamningur kvað á um. Á hinn bóginn hefur verið samþykkt að framlengja lóðarsamningi vegna 1. áfanga fram undir lok febrúar „þar sem upplýsingar frá IPT benda til að árangur hafi orðið í fjármögnun verkefnisins". Framkvæmdir eigi að hefjast í apríl/maí 2005. ‘H:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.