Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Side 64
r 6'4 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Sport DV IjBkki kyn- þáttahatarar Zinedine Zidane, leikmaður Real Madrid, fullyrðir að Spán- verjar séu ekki kynþáttahatarar, þó svo að mikið hafi borið á sví- virðingum ffá spænskum áhorf- endum gagnvart dökkum leik- mönnum upp á síðkastið. „Flestir Spánverjar eru höfðingjar heim að sækja," sagði Zidane. „Þeir sem standa fyrir þessu tilheyra al- gjörum minni- lílutahópi og það er okkar ' • að berjast gegn þeim öll saman, f þó svo að það verði erfitt að losna alfarið við þá.‘‘ Met hjá Dirk Það var mikið um dýrðir í Dallas í fyrrakvöld þegar Maver- icks tók á móti Houston Rockets í NBA-körfuboltanum. Tveir menn skoruðu 101 stig samtals í leik sem endaði 113-106 Mavericks í vil eftir ifamlengingu. Tracy McGrady skoraði 48 stig fyrir Houston en það var Dirk Now- itzki sem setti stigamet í vetur og skoraði 53 stig og tók 16 fráköst fyrir Mavericks. „Ég hitti úr tveim- ur fyrstu skotunum mínurn og við það fór sjálfstraustið í gang,“ sagði Nowitzki. McGrady var ánægður með leikinn þó svo að Rockets hafi tapað. „Þetta var góður körfubolti og ég vona að áhorfendur hafi haft gaman af þessu," sagði McGrady. Ein skærsta stjarna argentínska fótboltans er ekki á leið til Evrópu heldur yfir sundið til erkiQendanna í Brasilíu. Corinthians hefur óvænt keypt Argentínu- manninn Carlos Tevez frá Boca Juniors og er kaupverðið yfir milljarð. Brasilíska liðið Corinthians hefur óvænt keypt Argentínumanninn Carlos Tevez frá Boca Jtmiors og er kaupverðið yfir 1,1 milljarð íslenskra króna. Brasilískt félag hefur aldrei borgað meira fyrir leikmann en það er samt fjármálahópur frá Lundún- um sem gerir brasilíska liðinu kleift að borga allar þessar milljónir fyrir Tevez. Þessi litli en leikni leikmaður varð meðal annars markahæsti leik- maðurinn á ólympíuleikunum í Aþenu í sumar, en hann skoraði átta mörk í sex leikjum þegar Argentínu- menn unnu gullið. Tevez hefur verið undir smásjánni hjá mörgum stór- liðum Evrópu en ólíkt öðrum knatt- spyrnustjörnum Suður-Ameríku fer hann ekki beint í Evrópuboltann heldur yfir til nágrannanna í norðri. Kaupin komu einnig á óvart þar sem Corinthians var á barmi gjald- þrots fyrir aðeins mánuði síðan og þurfti þá að selja alla sína bestu leik- menn til þess að forða sér frá því. Það hefur einnig htið gengið inni á vellinum, sem líkt og að sið Brasilíu- manna hefur kostað fjóra þjálfara liðsins starfið. Stuðningsmennirnir voru einnig úrkula vonar um spila- mennsku liðsins og í einum leiknum tóku þeir sig til og sneru sér að stúkunni síðustu fimmtán mínút- umar þegar Ktið gekk hjá leikmönn- um liðsins. Nú em hins vegar breyttir tímar, nægir peningar til þess að borga skuldir og kaupa nýja og sterka leik- menn og því má búast við því að Corinthians verði fljótlega komið á toppinn á ný. Tevez er aðeins tvítug- ur að aldri og hefur þegar unnið sér sæti í argentíska landsliðinu og skoraði meðal annars sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Perú í und- ankeppni HM á dögunum og kom markið beint úr aukaspyrnu. Það hafa yfir 800 brasilískir leik- menn gengið til liðs við félög út um allan heim á þessu ári allt frá Indónesíu til Portúgals og því em það stórfréttir þegar brasilískt félag nælir í skæmstu stjörnu erkifjenda sinna í Argentínu. Elskaðir og dáðir Carlos Tevez, til hægri, hefur verið llkt við Diego Armando Maradona og notaði tækifæri og smellti einum góðum kossi á goðið þegar þeir hittust á dögunum. vmimmsim ! 1 i íll •Stm ourinn Ka/Ií

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.