Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Page 42
42 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV Nýendurkjörinn forseti Bandaríkjanna er maður trúaður og Biblíufastur eins og hann vissulega hefur allan rétt til. En trú hans er með þeim hætti, að hann setur í reynd jafnaðarmerki milli hagsmuna Bandaríkjanna og áforma guðs um mannkynið og virðist sæll í þeirri fullvissu að almættið hafi kallað á hann sjálfan til að fylgja þessum heimsskilningi eftir. Margir trúmenn hafa reyndar áhyggjur af því að slík blanda trúar og pólitískra þarfa dagsins boði ekkert gott fyrir guðs kristni í heiminum. Stjómarskrá Bandaríkjanna krefst þess, að mjög rækilega sé skilið á milli ríkis og trúarbragða og þeim ákvæðum hefur stundum verið fylgt eftir af tölverðri hörku. En í reynd skiptir trú mun meira máli í bandarískum stjórnmálum en evrópskum og úrslit forseta- kosninga þar að undanförnu benda til þess, að frambjóðandi verði að sýna mjög afdráttarlausan kristinn lit ef hann á að eiga von um sigur. Þeir sem settu Bandaríkin á stofn fyrir röskum tveim öldum vildu forðast þær trúar- styrjaldir sem oft höfðu leikið Evr- ópu grátt. En nú er Árni Bergmann skrifar um trúna i lífi og starfi Bandarlkjaforseta. Heimsmálapistill svo komið að mörgum sýnist sem í Hvíta húsinu renni stjórnmál og trúmál saman í þeim mæli að hrollur fer um jafnvel Biblíuföst- ustu menn. Því menn þurfa ekki mikla lífsreynslu eða söguþekk- ingu til að átta sig á því, hve hættu- legt það er ef jafn valdamikill mað- ur og forseti Bandaríkjanna trúir því að almættið skrifi sjálft upp á pólitískar ákvarðanir hans, hvort heldur um skattaafslátt á ríka menn eða hernað í írak. Mörgum góðum manni þótti á sínum tíma ískyggilegt að kaþólska kirkjan legði þá byrði á misvitra páfa að þeir væru óskeikulir - en það gerðist þó ekki fyrr en páfi hafði misst veraldleg völd og óskeikulleikinn átti aðeins við um trúarleg efni og það við vissar aðstæður. Guð kallar á hann George Bush lýsir því í sjálfsævisögu sinni hvílík áhrif prédikun eins eftirlætisklerks hans hafði þegar hann var að velta því alain mikli Nýgleraugu Komdu • Mátaðu • Upplifðu LINSATM Aöalstræti 9 • 551 5055 fyrir sér árið 1998 hvort hann ætti að ganga í forsetaslaginn árið 2000. Presturinn talaði um Móse sem vildi stelast undan ábyrgð og reyndi sem mest hann mátti að sannfæra guð um að hann væri þess ekki verðugur að leiða ísra- elslýð. Prédikarinn lét að því liggja, að nú væri svipað ástatt fyrir Bandaríkjamönnum: þjóðina skorti sárlega heiðarlega leiðtoga. Og Bush segir að sér hafi á þeirri stundu fundist sem talað væri beint til sín - presturinn hafi feng- ið hann til að skammast sín fyrir að sitja í makindum sem ríkisstjóri í Texas og til að ganga í slaginn mikla. Það er nokkuð ljóst að Bush er hér að hugsa um sjálfan sig sem einskonar Móses, spámann Drott- ins, enda má síðar meir finna í ræðum forsetans staðfestingu á því, að hann trúir því í raun og veru að guð hafi kosið hann til að leiða það land „sem hann hefur velþóknun á" í gegnum þá myrku og óvissu tíma sem við tóku eftir árásirnar á turnana tvo í New York. í stefnuræðu sem Bush flutti á þingi í janúar 2003, tveim mánuð- um áður en ráðist var inn í írak, sagði hann: „Kall sögunnar hefur komið til hins rétta lands... Það frelsi sem við metum svo mikils er ekki gjöf Bandaríkjanna til heims- ins, það er Guðs gjöf til mannkyns- ins." George W. Bush Það er nokkuð Ijóst að Bush erhér að hugsa um sjálfan sig sem einskonar Móses, spámann Drottins, enda má slðar meir finnaí ræðum forsetans staðfestingu á þvl, að hann trúirþvl i raun og veru að guð hafi kosiö hann til að leiöa það land„sem hann hefur velþóknun á“l gegnum þá myrku og óvissu tlma sem viö tóku eftir árásirnar á turnana tvo I New York. USA - Ijós heimsins Sem fyrr segir: það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar séu mildir trúmenn. Jimmy Carter er til dæm- is einn slíkur. En sá er munur á þeim tveim, að Carter taldi óráð að gera tiltekin markmið í pólitfk og hernaði að erindrekstri fyrir guð. Þetta sýnist líka ýmsum strangtrú- uðum mönnum, sem annars eru fegnir því að eiga sér skoðanabróð- ur í Hvíta húsinu. „Svona skyndibrúðkaup milli trúar og stjórnmála gera mig dauð- skelfdan," segir séra Welton Gaddy, sem fer fyrir félagsskap um samsklpti trúfélaga í Washington. Kaþólskur blaðamaður og fyrrum munkur, Mark Dowd, gengur að sínu leyti svo langt að kenna út- gáfu Bush forseta á kristindómi við „skurðgoðadýrkun". Þá samlíkingu fóðrar hann með því að vitna í ræðu sem forsetinn flutti á Ellis- eyju í New York-höfn þegar ár var liðið frá hryðjuverkaárásinni ell- efta september, en á þeirri eyju var fyrsti áfangastaður miljóna inn- flytjenda á sínum tíma. Þar segir: „Þessi hugsjón um Ameríku er von alls mannicyns. Sú von rak miljónir manna til þessar- ar hafnar. Sú von lýsir okkur veginn enn í dag. Og Ijósið skín í myrkrinu. Og myrkrið mun ekki yfirbuga það." Blaðamaðurinn kaþólski er ekki vel ánægður með þessa meðferð forsetans á upphafi Jóhannesarguðspjalls. „Bush," segir hann, „jafnaði í reynd saman Bandaríkjunum og Jesú Kristi. Svo virðist sem voldugasta ríki heims sé í rauninni það tæki sem Guð notar til að birta áform sín öllu mannkyni." Grafið undan trú? Sumir hafa sagt sem svo, að Bush trúi ekki sjálfur á það sem hann segir. Hann sé barasta af klókindum að skjóta inn i mál sitt Biblíutilvitnunum og líkingum hér og þar, því hann viti að það fellur f góðan jarðveg hjá hinum stóra hluta landa hans sem líta á sig sem endurfædda kristna menn. En margt bendir til þess að hér sé ekki um nein kosningaklókindi að ræða - Bush trúi því í raun og veru að hann hafi rétt fyrir sér í því að jafna saman forgangsmálum Banda- ríkjastjórnar og guðs vilja. Því er ekki við öðru að búast en að Bush telji svonefnda styrjöld sína gegn hryðjuverkum í raun baráttu góðs og ills á jarðríki. Hann er þá einskonar engill ljóssins sem berst gegn djöflinum bin Laden og hans árum. Andstæðingar hans telja fyrir sitt leyti að þeir séu að berjast við hinn Stóra Satan í mynd Bush og Bandaríkjanna. Bush hef- ur þegar sigrað forsetakosningarn- ar, meðal annars með aðstoð bin Ladens. Bin Laden ætlar sér að vinna slaginn um sálir múslíma með aðstoð Bush. Þeð er ekki nema von að mönn- um standi stuggur af slíku samspili trúar og valdabaráttu, af svo harð- snúinni brúkun trúarlegs arfs í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Mörgum góðum trú- mönnum finnst vafalaust, að með þessu sé í raun grafið undan trúar- brögðum, þau gerð tortryggileg og háskaleg - gott ef margir fara ekki að halda að allt illt sé þeim að kenna. Því er ekki úr vegi að minna á það, að trú hefur að sönnu dugað til góðra hluta þegar ágætir menn styrktu sig til að gera ranglátan heim nokkru skárri en hann ella væri. Við skulum minna á Desmond biskup Tutu í Suður-Afr- íku, Martin Luther King í mann- réttindabaráttunni í Bandarikjun- um, Romero erkibiskup og píslar- vott fátækra manna í E1 Salvador og fleiri. Sem betur fer er óþarft að afskrifa kristindóminn þótt svo vilji til að George W. Bush vitoi mikið í Biblíuna. „Kall sögunnar hefur komið til hins rétta lands... Það frelsisem við metum svo mikils er ekki gjöf Bandaríkjanna tilheimsins, það er Guðs gjöf til mannkynsins."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.