Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblað DV ,tNýtt leikhús? Eða sama gamla?“ var yfirskrift málfundar um leikhús sem haldinn var í Borgarleikhús- inu laugardaginn 27. janúar. Fjórir frummælendur viðruðu skoðanir sínar á leikhúsinu í dag, veltu fyrir sér hverjir væru næstu áfangastaðir og spurðu þarfra spurninga, eins og til dæmis: Mepa Ijósamenn hala skoöun a buninnum? Þau Kristín Eysteinsdóttir dramatúrg, Jón Atli Jónasson leik- skáld, María EUingssen leikkona og leikstjóri Úlfhamssögu og iÓlafur EgiU EgUsson ieikari héldu stuttar framsögur þar sem þau •nefndu öU nýja sýn á vinnuaðferðir í leikhúsinu og ábyrgð hvers og eins innan leikhóps við að búa tU leiksýningu. Á eftir voru Jíf- l^gar umræður. Kristín Eysteinsdóttir dramatúrg reið á vaðið. Hún talaði um viðtekið svar leikhúsfólks við forsendum verk- efnavals að leikhúsið „eigi að þjóna ;breiðum hópi, að leikhúsið eigi að höfða til sem flestra, að þar eigi allir að :geta fúndið eitthvað við sitt hæfi. [...] Smá drama... smá dans... smá söng- ur... smá grín og svo skemmir ekki fyr- ir að hafa ögn af framsækni. En meira að segja leikskólaböm vita hvaða litur myndast þegar öllum litunum er blandað saman. Brúnn!" Og hún spurði hvort hið svokailaða „eitthvað fyrir alla" leikhús hafi snúist upp í and- hverfú sína og sé í raun „eitthvað fyrir engan?" „Leikhúsið minnir hér einna hélst á meðvirka manneskju í vina- hópi sem reynir að gera öllum til geðs en gerir þarafleiðandi engum til geðs." Áhorfandinn heldur áfram, leik- húsið situr kjurrt Þá spurði Kristín hvort „eitthvað fyrir alla leikhúsið" þjóni í raun áhorf- 'endum? „Gæti það frekar verið að „eitthvað fyrir alla“ leikhúsið vanmeti áhorfandann? Að það setji sig á stall og h'ti niður á hann með því að hugsa „best að búa eitthvað til sem hann skilur ömgglega", „best að fara ekki of djarfaleið" og að fyrir vikið safnist upp haugur af mjög bókstaflegum, inni- haldslausum sýningum?" Hvaða áhorfendum er verið að þjóna, spurði IKristín. | Hvar er allt unga fólkið? ,Af hverju finnst meirihluta ungs jfólks leikhús leiðinlegt? Af hverjuhefur leikhús á íslandi þróast svona lítið á meðan önnur hstform hafa tekið risa- •stór stökk? Hvar fór leikhúsið okkar út |af sporinu og tapaði endumýjun í áhorfendum sínum? [...] Þegar verk- efnaval leikhúsanna er skoðað þá er vissulega ákveðin nýsköpun í gangi. Við setjum upp fúllt af nýjum íslensk- um verkum sem er aðdáunarvert en það er samt eins og við séum fangar hins gamla leikhúss og fangar forms- ins. Og formið er fangi markaðarins. Af hverju em allar sýningar tveir til þrír tímar. Af hveiju er alltaf hlé?“ Af hverju skrifar engin um vændi? Hún spurði hvemig hægt væri að steypa allt í sama mót, þegar við hlyt- um að vera sammála um að megin- hlutverk leikhússins sé að vera fram- sækið, að vera skrefi á undan, að spyrja þeirra spuminga sem virkilega brenna á samfélaginu. En af hverju skrifar þá enginn leikrit um vændi á íslandi spurði Kristín. ,Af hveiju fjall- ar enginn um útlendingahatrið sem viðgengst hér á landi? Af hverju spyr enginn af hverju við höfúm selt landið okkar hæstbjóðanda? Af hverju er ekki tekið á því að við erum þátttakendur í stríði?" Hún sagði það hlutverk leik- hússins að taka á málefnum sem raunverulega skipta máli og að velta upp nýjum hliðum á lífinu. „Þegar það tekst þá leiðist áhorfandanum aldrei." Ótti við að taka afstöðu Kristín telur að áhorfandinn sé kominn fram úr leikhúsinu, að leik- húsið vanmeti getu fólks, sem er orðið vant hröðum samskiptum, því að raða saman frásagnarsviðum og lesa myndmál, „en samt ríghöldum við leikhúsfólk í hið bókstaflega form leik- hússins, textaleikhúsið, undir því yfir- skyni að við séum að því fyrir áhorf- andann. Er kannski raunverulega ástæðan okkar eigin ótti? Ótti við breytingar, ótti við að mistakast, ótti við að þurfa að taka raunverulega af- stöðu." En hvemig búum við til hið nýja leikhús? „Fyrsta skrefið er að BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík LAUGARDAGUR 4/12 15:15 TÓNLEIKAR DEAH FERRET '■Captaine Humes Musicall Humors Tal og tónar - kl 15:15 SÖNGUST - NEMENDASÝNING kl 15:30 og kl 20 HÉRI HÉRASON ettir Coline Serraeu - kl 20 SVIK eftir Harold Pinter - kl 20 Miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Miðasala, sími 568 8000 SUNNUDAGUR 5/12 LfNA LANGSOKKUR eftirAstrid Lindgren - kl 14 JÚLA-PERLUR- LEIKHÓPURINN PERLAN klU SÖNGLIST - NEMENDASÝNING kl 15:30 og kl 20 GJAFAKORT I BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Lfnu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU - pantið í sfma 568 8000 eða á m.iflasalg&bocgarleikhusjs alltaf viðurkenna vandann," sagði Kristín og að mikilvægast væri að vera opin fyrir möguleikum leikhússins og að búa eitthvað til sem raunverulega skiptir okkur máli! Og hún lauk máli sínu á tilvitnun í nóbelsverðlauna- hafann Elfriede Jelinek, sem segir að leikhúsið sé falskt, en áhorfendur þess ekta. Strákarnir í 70 mínútum í Beðið eftir Godot Næstur talaði Jóni Atli Jónasson sem byrjaði á að lýsa því yfir að við byggjum við þá staðreynd að leikhús í jafo litlu samfélagi og okkar væri að mörgu leyti dæmt til að mistakast. .Annaðhvort em leikhúsin skömmuð fyrir að setja ekki upp markaðsvænar sýningar sem fólk flykldst til að sjá eða þau em skömmuð fyrir skort á list- rænum metnaði. Það verður aldrei öllum gert til hæfis. Það má finna að öllum sköpuðum hlutum. Ég veit ekk- ert um leikhúsrekstur hvort sem það er í opinbera- eða einkageiranum og ég nenni ekki að setja mig inn í það dæmi. Kannsld þarf bara að auglýsa meira á Popptíví til að fá unga fólkið í leikhúsið? Fá strákana í 70 mínútum til að leika í Beðið eftir Godot." Með svipaðan smekk og ég Jón Atli rakti reynslu sína af leik- húsi; af því að vinna með Stefáni Jóns- syni leikstjóra á Nýja sviðinu í Spor- vagninum Gimd og Draugalest, svo leiksýninguna Brim með leikhópnum Vesturporti „og vinum mínum þar sem eru svona svipað þenkjandi og ég. Hafa svipaðan smekk og ég sjálfur. Það sem við í Vesturporti getum kannski verið sammála um er að stundum skortir íslenskt leikhús lang- tímamarkmið." Jón Atli sagði að við undirbúninginn á Brimi hafi allir fengið að segja sitt og að allir hafi lagt eitthvað af mörkum. „Okkur leið aldrei eins og við værum í vinnu. Þetta var meira spuming um að gera eitt- hvað í sameiningu sem yrði okkar. Það var minna hugsað um að stimpla sig inn og út. Ég held að ég hafi sam- anlagt fengið borgað tíu prósent af því sem leikskáld fá fýrir verk sín í stofn- analeikhúsunum og ég keypti kaffi ofan í gengið í þokkabót." Hver má gera hvað? Jón Atli sagði að allir sem hafi tek- ið þátt í því verkefrú langi til að halda áfram að vinna saman. „Ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað sem ekki sé alltaf til staðar í stofnanaleik- húsi þar sem verkefhaval og stjómun er í höndum færri aðila. Iæikstjórinn ræður mefru um hver útkoma sýning- arinnar er og leikarinn upplifir sig þá kannski meira í vinnu fyrir hann og leikhúsið. Ég veit til dæmis ekld hvort leikari kemst upp með að neita hlut- verki í stofnanaleikhúsi? Getur hann það? Er hægt að neita því að taka þátt í Chicago? Er leikarinn í aðstöðu til þess? Hefhist honum fyrir það? Eða langar hann bara að vinna, eins og meistarinn Peter Brook heldur fram? Og skiptir þá engu máli hvað hann er að leika? Tíbalt eða Karíus og Baktus? Getur leikhópur í stofnanaleikhúsi haldið áfram að vinna saman og jafn- vel fengið að velja sér verkefni? Mega ljósamenn hafa skoðanir á búning- um?" Kristfn Eysteinsdóttir „Við setjum upp fullt afnýjum islenskum verkum sem er aðdáunar- vert en það er samt eins og við séum fangar hins gamia leikhúss og fangar formsins. Og form- ið er fangi markaðarins. Afhverju eru allar sýningar tveir til þrir tímar. Afhverju er alltafhlé?“ Jón Atli Jónsson „Ég veit ekkert um leikhúsrekstur hvort sem það er í opinbera- eða einkageir- anum og nenni ekki að setja mig inn í þaö dæmi. Kannski þarfbara aö auglýsa meira á Popptíví til aðfá unga fólkið í leikhúsið? Fá strákana i 70 minútum til að leika I Beðið eftir Godot. “ Marfa Ellingsen „En það er mín trú að lykillinn að kraftmikilli og lifandi leiksýningu sé að nýta sköpunarkraft leikarans; kveikja ípúðrinu hans og leyfa honum að blómstra.“ Dyravörð á svið! Jón Atli velti því upp hvort nýtt leikhús væri það leikhús þar sem verksviðin skömðust. „Þar sem leik- myndadeildin má skipta sér af leik- stjóm og leikskáld mega skipta sér af leikmynd. En aðallega að hvert sjón- armið hafi jafnt vægi en ekld einungis bundið einhverju algjöru úrslitavaldi leikstjóra." Hann velti fyrir sér verkefnavali og kvartaði yffr því að gagnrýnendur treysti sér ekki til að taka afstöðu til umfjöllunarefha nýrrar íslenskrar leikritunar. Þeirra hugmynda sem leikskáldin leggja á borðið. ,Ann- aðhvort treysta þeir sér ekki til þess og taka það ffarn í gagnrýni eða þeim er bara nákvæmlega sama. Þess háttar vinnubrögð em náttúrulega fyrir neð- an allar hellur. Brim kassastykki? En hvemig em mistök og vel- gengni mæld í leikhúsi? „Það vom sennilega vel innan við tvö þúsund manns sem sáu leiksýninguna Brim. Auk þess eitt hundxað Þjóðverjar, fimm Norðmenn og tveir Finnar. Var hún success? Hvemig er hægt að mæla það? í verðlaunum? Áhorfenda- flölda? Jákvæðri gagnrýni? Sölu á sýn- ingarrétti? Fjölda leiklistarhátíða sem leikhópurinn heimsækir? Hver veit? Græddum við eitthvað á þessu? Fjár- hagslega? Nei. Myndum við vilja gera þetta aftur? Saman? Já. Engin spum- ing." Áhættusamt og krefjandi ? einsog lýðræðið. ,Annað Svið er leikhús sem ég geymi í hjartanu og lifnar aðeins þeg- ar eitthvað hreyffr við því," sagði Mar- ía Ellingssen, leikstjóri Úlfhamssögu, í upphafi erindis síns sem fjallaði um reynslu hennar af þeirri uppsetningu. Hún sagði að hennar drifkraftur væri Framhaldá o næstuopnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.