Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 HelgarblaB DV Frægasti krimmi landsins situr á bak við lás og slá yfir hátíðarnar. Samt sem áður er hann að komast í jólaskap. Hins vegar vantar hann penna og slíkt dót auk þess sem hann vildi svo gjarnan vera fínn um jólin. Lalli Johns segist vera alheimspersóna sem hefur svo mikið að segja þjóðinni. „Ég losna frá Litla-Hrauni 10. janúar. Og þá fer ég í meðferð á Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. Svo losna ég út 4. mars. Ha? Já, ég er að afplána einhverja dóma fyrir fjögur veski sem ég á að hafa stolið,” segir Lalli Johns. Þessi frægasti krimmi íslands situr nú bak við lás og slá og býr sig undir að halda jólin hátíðleg á Litla-Hrauni. Það er helst á Lalla að heyra að hann hafi verið hafður fyrir rangri sök, í það minnsta elti ólánið hann líkt og fyrri daginn. „Ég átti að hafa læst fúllt af fólki inni í World Class, svo álpaðist ég inn í einhvem skóla þama við Tjöm- ina. Ég átti að hafa farið þar inn en þar var allt opið og ég var að ná í nemend- ur. Þama var enginn inni og ég lét veskið í póstkassann. Svo hitti ég dóm- arann og sagði að hann skyldi dæmd- ur til helvítis. Ég fékk tvo mánuði fyrir það. Það má ekki tala við dómarann. Og einhvem veginn svona hefur þetta nú verið. Já, það er eins og þeir vilji haldamérhéma." Skartmennið Lalli DV birti í vikunni litía frétt þar sem segir að Lalli sé skítblankur og eigi ekki fyrir jakkafötum en þeim myndi hatm svo gjaman vilja klæðast um jólin. Lalli er nefnilega pjattaður inn við beinið þó svo að þeir sem þekkja hann af göt- um borgarinnar myndu ekki draga þá ályktun svona einn, tveir og þrír. Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi í Idolinu, man það vel þegar hann og félagar hans í sjónvarpsþættinum 70 mínútur á Popptíví tóku sig til og klæddu Lalla upp frá toppi til táar auk Það væri elskulegt efhægt væri að hjálpa manni með eitthvað, kannski buxur og jakka. Ég myndi alveg geta á móti gefið ykkur og litlu börnunum heilræði um jólin. Ég er vinur fslands. Ég hefsvo mikið að segja þjóðinni og kann ekki að Ijúga. Tau*ant þess að fara með hann í klippingu og rakstur. Simmi segir það alveg fyrir- liggjandi að Lalli vissi nákvæmlega hvað hann vildi í þeim efnum, ekki þýddi að setja hann í hvað sem er, og kostaði þessi aðgerð 100 þúsund krón- ur. Lalli dressaður upp Fyrirumþað biltveimurárum tókuþeirhjá 70 minútum sig tiiog klæddu Lalla upp. Þeir komust að þviað ekki þýddi að setja Lalla ihvað sem er. Lalli á kunnuglegum slóð- um. Lalli segir ágætt aö vera á Hrauninu yfir hátiðarnar sætti menn sig vid það að járnið þrengi að. Mórallinn sé góður og gott að borða. Lalli segir svo frá að þessum fötum hafi meira og minna verið stolið af sér þegar hann dvaldi á gistiheimili í Þing- holtsstrætinu. Og enn snúast vopnin í höndum hins ólánsama Lalla. „Það var öllu stolið frá mér. Kallað var á lög- reglu en þá átti ég að hafa stolið vesld í búð. Málið var að ég sá mann stela veskinu en benti ekld á hann. Þá var sagt að ég vildi ekki vinna með lögregl- unni. Svona er maður alltaf milli skers og bám. Það er eins og þeir vilji bara hafa mig héma. En Lalli Jones, al- heimspersóna, er ekki mddi, nauðgari eða ofbeldismaður. Og batnandi mönnum er best að lifa.“ Lalli segist nú ætía að fara að standa sína plikt. En vill vera fínn yfir hátíðamar. „Það væri elskulegt ef hægt væri að hjálpa manni með eitthvað, kannski buxur og jakka. Ég myndi alveg geta á móti gefið ykkur og litíu börnunum heilræði um jólin. Ég er vinur fslands. Ég hef svo mikið að segja þjóðinni og kann eldd að ljúga." Litla-Hraun um jól Lalli segir ágætt að vera á Litla- Hrauni yfir jólin ef menn sætta sig við það. „Jámið herðir alltaf að. En hér er góður mórall og menn fá vel að borða. Það verður að sjá jákvæðu hliðamar. Ég er hér og nenni ekki að vera leiðin- legur drengur. Er heill heilsu og ágæt- lega góðum gáfum gæddur. Nú er ég að handskrifa jólakort og er kominn upp í 34 stykki. Já, það væri mjög gott ef það væri hægt að gatika að mér penna og slflcu dóti, jólaalmanök myndi ég þiggja með þökíaim." Kort frá Lalla fá ýmsir fangaverðir sem hafa reynst honum vel, fjölskylda og vinir. Aðsptrrður hvort þama innan rirnla fljóti ekki allt í dópi segir Lalh: „Það fylgir þessum fangelsismálum að dreifa á sig allskonar efrium. Bæði frá læknamafi'unrú og fleiri aðilum. Hér em tveir læknar og annar er á móti og hinn með. Morfín, heróín og meskalín em hættulegustu eiturlyf heims. Sjálf- ur hef ég aldrei sprautað mig. Kannski deift mig aðeins með vægum lyfjum og hassi. En ég er í góðu formi, orðinn 53 ára gamall. Var það 12. septem- ber.“ jakob@dv.is R0ADH0USE §Æ < 'S i ALLA DAGA í DESEMBER Á MILLI KL 18 0G 1 GETA GESTIR R0ADH0USE GENGIÐAÐ FRIUM KRANABJÓR EINS 0G ÞÁ LYSTIR! o íLU f - iN i ■ ‘ ' J ** R0ADH0USE • HAFNARSTRÆTI17 • SÍMI 868 6080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.