Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2004, Blaðsíða 20
20 LAUCARDAGUR 4. DESEMBER 2004 Helgarblaö PV Tveir lögreglumenn eru enn frá vinnu vegna alvarlegrar reykeitrunar eftir brunann í Sunda- höfn á dögunum. Annar þeirra er rannsóknarlöggan Árni Þór Sigmundsson sem nýverið var skipaður aðalvarðstjóri í Lögreglunni í Reykjavík. Árni segist hafa þjáðst af höfuðverk og svefnleysi en býst við að snúa aftur til vinnu á næstu dögum. Það er nóg að gera hjá Árna en hann ritstýrði bókinni Norræn sakamál 2004 sem kom út á dögunum. „Þetta var lúmskt," segir Árni Þór Sigmundsson, sem var á dögunum skipaður aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, um eitraðan reykinn sem lagði yfir Reykjavíkurborg í kjölfar brunans í Sundahöfn. Árni er einn tveggja lögreglumanna sem hlutu snert af reykeitrun og hafa ekki getað snúið til vinnu. Það var að kvöldi 22. nóvember sem þykkan reyk lagði yfir Reykjavíkurborg. Haugur af gúmmídekkjum stóð í ljósum logum á svæði Hringrásar í Sundahöfn. Ámi Þór hjálpaði fólki á Kleppsveginum að komast í skjól. Hann þurfti að nota fjarskipta- tæki og gat því ekki sett á sig gasgrímu. „Reyk- urinn sett- ist ofan í mann,“ segir Ámi. „Dagana eftir brunann olii hann miklum óþægindum; hósta, ógleði, höfuðverk og ruglingslegum hugs- anagangi," segir Árni Þór sem hefur enn ekki snúið til vinnu eftír kvöldið örlaga- ríka. Beint á slysadeild „Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrst. Kláraði bara mína vakt og fór síðan á slysadeild. Síðan ágerðust einkennin á næstu dögum. Ég átti erfitt með svefn og þjáð- ist af höfuðverk. Þá var ljóst að ég hafði hlot- ið snert af reykeitr- un,“ segir Ámi Þór. Hann tekur þó fram að þetta sé ekki alvarleg reykeitrun. Hann sé allur að braggast og býst við að snúa til vinnu á næstu dögum. Einn annar lögreglu- maður er frá vinnu vegna reykeitrunar. Aðgerðir lögregl- unnar þann 23. nóvem- ber þegar brann við Sundahöfn kostuðu fórnir. Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn segir að sem betur fer gerist svona hlutir ekki oft. „Okkar menn fá þá bestu 'SM a IPAjiwwt*. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Okkar menn fá þá bestu meðhöndlun sem til er og munu ekki snúa aftur til vinnu fyrr I en þeir hafanáð sér að fullu." meðhöndlun sem til er og munu ekki snúa aftur til vinnu fyrr en þeir hafa náð sér að fullu," segir Geir Jón. „í tilfelli Árna stjómaði hann rým- ingunni og gat elcki verið með grímu vegna stjómun fjarskipta. Vanalega sér slökkviliðið um þessa hluti en vegna stærðar aðgerðinnar þurfti að grípa til þessa." Ekkert nema sannleikurinn Árni Þór er ritstjóri bókaraðar- innar Norræn sakamál 2004. Nýjasta bókin í flokknum kom út fýrir þessi jól. Þar er fjallað um fjögur íslensk sakamál og skrifar Árni Þór um tvö þeirra - annað er Skeljungsránið fræga sem var upplýst átta ámm eftir að það var framið í kjölfar sjónvarpsþáttarins Sönn íslensk sakamál. „Þetta er þriðja bókin í þessum flokki sem ég ritstýri. Markmiðið er að greina frá hlutunum eins og þeir eru. Frásögnin verður að vera sann- leikanum samkvæm og ekki má halla á neinn," segir Árni Þór og vitnar í fræga setningu úr bandarísk- um löggumyndum. We say nothing but the truth. Það má færa rök fyrir því að saka- málasögur og reyfarar hafi aldrei verið jafn vinsælir og nú hér á Jandi. Árni Þór samþykkir það og segir þetta endalausa flæði af sakamála- sögum afar áhugavert. Sumar bæk- urnar séu afburðavel skrifaðar en aðrar ekki á réttri braut. Fyrir lög- reglumann sé gaman að lesa þessar bækur og leita að vísbendingum. Persónulegar frásagnir Að sögn Arna er ekki aðalatriðið að byggja upp spennu og óvænta atburðarás með skrifum Norrænna sakamála eins og í sakamálasögun- um. Hlutverk þeirra sé frekar að greina frá rannsókninni en einnig að gefa innsýn í líf lögreglumannsins. f frásögn rannsóknarlögreglu- mannsins Kristjáns Inga Þorvalds- sonar um rannsóknina á máli þekkts bamaníðings segir Kristján: „Rann- sókn þessa máls vakti óhug, jafht þeirra sem vom nýliðar í slíkum rannsóknum og þeirra sem töldust reyndari." Árni Þór segir sjálfur í frásögn sinni af Skeljungsráninu að málið hafi verið minnisstætt af ástæðum Héraðsdómur dæmdi í á dögunum? „Það er aldrei að vita en ég lofa engu,“ segir Árni Þór. „Ég er þegar byrjaður að safna efhi í næstu bók en það er ekki hlaupið að því að fá lögreglumenn til að setjast niður og skrifa. Það þarf lfka að vera tilgangur með frásögninni. Valið á efin skiptir miklu máli.“ sem ekki sé hægt að tilgreina að öllu leyti. „Þar á ég við persónulegan harmleik sem gerðist á meðan á rannsókninni stóð. Ég hefði sjálfur kosið að þau mál hefðu farið á ann- an og betri veg.“ Neskaupstaðarmálið „Allir sem lenda í þeirri ógæfu að fremja glæp eiga stóran hóp af aðstandendum á bak við sig,“ segir Árni Þór. „Því verður að skrifa um þessi mál af sanngirni. Við birtum ekki rétt nöfn nema í algjörum und- antekningartilfellum. Ekki nema málin hafi hlotið það mikla umfjöll- un að það þjóni ekki tilgangi að leyna þeirn." Það liggur því beint við að spyrja um efni næstu bókar. Fá lesendur að kynnast hlið lögreglunnar á Neskaupstaðarmálinu fræga sem Hættulegt starf Það er því nóg að gera hjá Árna sem hefur verið frá vinnu síðan £ nóvember vegna reykeitrunar. Stöðuhækkun hans frá rannsóknar- lögreglumanni til aðalvarðstjóra breytir einnig ýmsu. Mun Árni sakna þess að vera rannsóknarlögga? „Nei, þetta nýja starf snýst mikið um að stýra verkefnum inni á stöð- inni. Manni er samt alltaf í sjálfsvald sett hvað maður gerir. Eins og þegar bruninn kom upp. Þá fór maður bara þangað sem maður áleit að maður gerði mest gagn. Ég vil lfka taka það fram að félagar mínir í lögreglunni stóðu sig ótrúlega vel. Allir sem einn gerðu þetta mögulegt. Þetta er það sem lögreglustarfið snýst um. Þú velt- ir ekki fyrir þér hættunni," segir Árni Þór, „heldur sinnir þínu starfi". simon&dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.