Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 Fréttir EW Þjófar iðrast á Sauðárkróki Helgina 8. og 9. janúar var brotist inn í um 20 bif- reiðar á Sauð- árkróki, hlutir í þeim teknir ófrjálsri hendi og sumir bílanna skemmdir lítilsháttar. Lögreglan rann- sakaði málið og reyndust hinir seku vera þrír ungir Sauðkrækingar. Eitthvað hefur samviskan nagað drengina því á fimmtu- dagskvöldið fóru þeir ásamt foreldrum sínum og báðu hlutaðeigandi afsök- unar á framferðinu. Fólk kunni vel að meta heim- sóknirnar og sumir föðm- uðu jafnvel piltana að sér og óskuðu þeim hins besta í framtíðinni. Frá þessu segir á vefsíðunni skaga- Qordur.com. Jarðskjálftar á Reykjanes- hrygg Jarðskjálftahrina varð á laugardaginn í hafinu við Eldey um 5 til 10 kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Hrinan hófst rétt fyrir klukkan 9 um morguninn og var stærsti skjálftinn 3,7 á richter og sá næsti 3,3 stig. Eftir hádegi fór að draga úr skjálftavirkninni en þá höfðu um 20 skjálftar mælst. í fyrrinótt mældist skjálfti upp á 2,5 stig á svæðinu og annar í gær- morgun upp á 2,4 á Richter. Kosningar í írak 30. janúar? Haukur Logi Karlsson, formaðurSUF. „Það munu eflaust fara fram kosn- ingari einhverri mynd. Hvortþær eiga eftirað endurspegla vilja allr- arþjóðarinnar er hins vegar erfitt að segja til um og veltur reyndar á þdtttökunni. Það er Ijóst að ekki ætla allir hópar í landinu sér að taka þátt i kosningunum en mað- ur veröur i raun að biða og sjá hvað gerist i framhaldi afkosning- unum, um það snýst málið." Hann segir / Hún segir „Ég veit ekki, en ég vona þaö. Ann- ars er innrásin og þessi blessaða tiltekt tilgangslaus. Ég heflitla trú á þessum umbótum I þeirri mynd sem nú er, þvi miður. Auðvitað væri það best efþetta gengi allt i þessum kosningum en ástandið er eldfimt og bardagar enn i fullum gangi þó reyntsé að telja okkur trú um annað." Brynja Magnúsdóttir, varafor- maður Ungra jafnaðarmanna. Þrír þrettán ára piltar úr Hveragerði gerðu vel þegar þeir björguðu 11 ára vini sínum úr snjóflóði við fjallið Hamar í síðustu viku. Einn bjargvættanna, Hugi Kristinsson, segist hafa verið skíthræddur þegar hann og félagar hans, Arnar Már og Ágúst Kaj Björnsson, grófu vin sinn úr metersdjúpu flóðinu. Þrettán árn hetjur í Hvern- jjerði björguðu vini sínum ur snjuflóði Sleðaferð fjögurra unglingspilta í fjallið Hamar við Hveragerði tdk heldur óvænta stefnu síðastliðinn miðvikudag þegar snjó- hengja gaf sig undan 11 ára félaga þeirra og hleypti í kjölfarið af stað litlu snjóflóði. Pilturinn þaut niður hlíðina í miðju flóðinu meðan vinir hans horfðu skelfingu lostnir á. Hann grófst undir flóðinu en húfa sem hann hafði haft á höfðinu vísaði vinum hans á staðinn. „Þetta var alveg slatta flóð, tók alveg hálfan Hamarinn," segir Hugi Kristinsson, einn fjórmenn- inganna í samtali við DV í gær. Hugi sem býr í Hveragerði hafði þá jafnað sig eftir raunina enda harð- ur jaxl eins og hetjudáð hans og félaga hans ber glöggt vitni um. Grófu hann upp þrír „Þetta var þannig að ég og nokkrir vinir mínir vorum uppá Hamrinum sem er fjall fyrir ofan Hveragerði. Frændi minn labbaði óvart á hengju og hún hrundi af stað og setti af stað smá snjóflóð," sagði Hugi um atburðinn í fjallinu síðasta miðvikudag. Hugi fylgdist með vini sínum berast með flöðinu nokkurn spöl niður hlíðina ásamt tveimur jafn- öldrum sínum. Vinurinn vill ekki að nafns hans sé getið. „Ég og Arnar Már stukkum nið- ur í snjóflóðið þegar við sáum hvað var að gerast," segir Hugi en hann og Arnar sáu ekki hvað varð af vin- inum í flóðinu. Við fórum óvart framhjá en sem betur fer var Ágúst vinur okkar enn uppi og gat bent okkur á húfuna hans og hljóp strax og byrjaði að grafa. Við hjálpuðum honum svo. Hann var alveg á met- ersdýpi," segir Hugi sem kveðst hafa orðið nokkuð skelkaður líkt og þremenningarnir allir. „Við vorum náttúrulega skít- hræddir. Ég var með tárin í augun- um þegar við vorum að grafa hann upp," segir Hugi. „Við höfum oft verið þarna áður að renna okkur eins og fullt af öðr- um krökkum og ætluðum nú bara að gera það þegar þetta gerðist, sagði Hugi við DV í gær. Faðir Huga er líka ánægður með strákinn sinn og vini hans. Harðir jaxlar „Þeir voru auðvitað nokkuð skelkaðir, greyin, enda ekki nema von," seg- ir Kristinn Harðarson, faðir Huga um björgun- arafrek sonarins og fé- laga hans. „Strákurinn var að mér skilst nokk- uð blautur eftir volkið en bar sig þó vel. En þetta eru ungir menn og harðir svo þeir virð- ast hafa jafnað sig fljótt," bætir Kristinn við, stoltur af strákun- um. Drengnum sem lenti í flóðinu virðist ekki hafa orðið meint af spýjunni sem gróf hann allan á meters- dýpi en þegar DV ræddi við félaga hans í gær var hann fjarri góðu gamni að keppa í fótbolta, en hann stundar boltann stíft með sínum mönnum í Hamri í Hveragerði - félagi sem skírt er í höfuðið á fjall- inu sem félagarnir leika sér svo oft l'. helgi@dv.is Við vorum nátt- úrulega skít- hræddir. Ég var með tárin í aug- unum þegar við vorum að grafa hann upp. Þrettán ára hetjur „Pet/o varalveg slattc flód, tók alveg hálfan Hamarinn, * segir Hugi Kristinsson um upphafævintýris hans og þnggja vina hans isiðustu viku. Félagar hans og samvetkamenn i björgun vinar þeirra, Arnar Már og Ágúst, voru uppteknir i bio þegar Ijósmyndara bar að. Ekkert stoppar brottflutta Raufarhafnarbúa Rútur frá Akureyri á þorrablótið „Fólki frá svona stað þykir tveir og hálfur tími í rútu ekki neitt miðað við alla skemmtunina sem í vænd- um er,“ segir Guðný Hrönn Karls- dóttir, sveitastjóri á Raufarhöfn. Hreppurinn hefur auglýst sætaferðir frá Akureyri á þorrablótið sem hald- ið verður 4. febrúar. „Þetta er bara hluti af stemning- unni. Þeir sem fljúga frá Reykjavík eiga oft erfitt með að redda sér fari hingað en nú er engin afsökun. Rút- an fer svo ekki fyrr en á sunnudag svo þeir sem komu keyrandi til Ak- ureyrar ættu þá að vera komnir í ökufært ástand," segir GuðnýHrönn og bætir við að það sé nægt gistipláss fyrir alla í bænum. Samkvæmt Guðný Hrönn er mikilvægt að ná góðu þorrablóti enda er mikil vinna lögð í þetta. Hún hefur þó engar áhyggjur af mæting- unni en segir að því fleira fólk, því skemmtilegra. „Hér komum við sjálf með trogin og sjáum sjálf um skemmtiatriðin þar sem við gerum grín að öðrum og okkur sjálf- um. Þetta hefur alltaf tekist voðalega vel og er svakalega skemmtilegt. Eitt sem einkennir þorrablótið er að þá er alltaf buliandi loðna og Guðný Hrönn Karisdóttir sveitarstjóri „Eitt sem einkennir þorrablótið er að þá er alltafbull- andi loðna og það er alltafjafn gaman að koma á ballið og finna loðnulyktina leggja yfir bæinn." það er alltaf jafn gaman að koma á ballið og finna loðnu- lyktina leggja yfir bæinn." Reiðhöll á Egilsstaði? Guðgeir Ragnarsson, bæjar- fulltrúi í hinu nýsameinaða Fljótsdalshéraði, áður Austur- Héraði, bar í vikunni upp tillögu á fundi bæjarráðs sveitarfélagsins þar sem hann fór þess á leit að skipaður yrði starfshópur til að kanna rekstur og fjármögnun á reiðhöll í sveitarfélaginu. Er það hugmynd Guðgeirs að reiðhöllin myndi þjóna sem reiðhöll á fjórð- ungsvísu og þar með nýtast öllum Austfirðingum. Tillagan um skip- an hópsins var samþykkt einróma á fundinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.