Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 5
SKÝRINGAR VIÐ ALMANAKIÐ
fB Fánadagur ]) Tunglið Ú Satúrnus
• Nýtt tungl 2 Merkúríus W Úranus
c Fyrsta kvartil 9 Venus y Neptúnus
o Fullt tungl S Mars E Plútó
o Síðasta kvartil 2J. Júpíter \ Stjörnuhröp
1 almanakinu telst dögun þegar sólmiðjan á uppleið er 18° undir
sjónbaug (lárétlum sjóndeildarhring) og dagsetur þegar sól er jafnlangt
undir sjónbaug á niðurleið. Er þá hinrinn aldimmur yfir athugunarstað.
Birling og niyrkur reiknast þegar sólmiðjan er 6° undir sjónbaug, en
það er nálægt mörkum þess að verkljóst sé úti við. Sólris og sólarlag
teljast þegar efri rönd sólar sýnist vera við sjónbaug, og er þá reiknað
með að ljósbrot í andrúmsloftinu nemi 0,6°. Hádegi er þegar sólmiðjan
er í hásuðri. Miðnætti (lágnætli) er hálfum sólarhring síðar. Sólarhæð
(H°) er hæð sólmiðju á hádegi, og er ljósbrot þá meðreiknað.
Um björtuslu fastastjörnur og reikistjörnur er þess m.a. getið hve-
nær þær eru hæst á lofti (í hásuðri) í Reykjavík og hve hátt þær eru þá
yfir sjónbaug. Birta stjarnanna er tilgreind í birtustigum, sbr. bls. 61.
Punktalína merkir að stjarnan sé undir sjónbaug allar myrkurstundir.
Merkinu \ fylgir nafn þeirrar loftsteinadrífu sem um er að ræða.
Hverrar drífu gætir venjulega í nokkrar nætur kringum hámarkið.
Fjarlægð tungls er tilgreind í megametrum (Mm), en sólar og reiki-
stjarna í gígametrum (Gm).
2 3° S J) kl. 07 merkir að Venus sé 3° sunnan við tunglið kl. 07. Út-
reikningarnir miðast við Reykjavík, en tíminn er stundum tilgreindur
þótt tungl sé undir sjónbaug þar þegar samstaðan verður.
lengst í austur (18°) merkir að Merkúríus sé lengst í austur frá sólu
og að fjarlægð hans frá sólu á himinhvolfinu sé 18°.
Tungl hæst (44°) merkir að tungl sé hærra á lofti í hásuðri frá
Reykjavík en dagana á undan og eftir, og að hæð þess nemi 44°.
Um nýtt tungl er þess getið, í hvaða átt það er frá Reykjavík þegar
það kviknar, hvort sem það er yfir eða undir sjónbaug.
Táknið jj í stað tölu í tungldálkunum merkir að tungl sé svo sunnar-
lega á himinhvelfingunni að það nái ekki að koma upp í Reykjavík.
Táknið J> merkir að tungl sé svo norðarlega að það setjist ekki. Tala í
svigum táknar að tungl sé undir sjónbaug.
Feitt letur í flóðdálkum auðkennir hæstu flóðin. Mesta og minnsta
sjávarhæð í Reykjavík (tilgreind í svigum) reiknast frá fleti sem er
1,82 m undir núllpunkti hæðakerfis Reykjavíkur og um 2,1 m undir
meðalsjávarborði.
Um tímareikning. I almanaki þessu eru allar stundir taldar eflir mið-
tíma Greenwich sem hefur verið staðaltími á íslandi síðan 1968. Á
stöku stað reiknast stundirnar fram yfir 24. Þannig myndi tímasetning-
in „25 32“ hinn 12. janúar tákna það sama og 01 32 hinn 13. janúar.
(3)