Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Side 81
TÍMASKIPTING JARÐARINNAR
Myndin á bls. 78 sýnir hve mörgum stundum þarf að bæta við (+)
eða draga frá (-) íslenskum tíma til að finna hvað klukkan er annars
staðar á jörðinni. Fáein lönd fylgja tíma sem ekki víkur heilum stunda-
fjölda frá íslenskum tíma. Þetta er sýnt með tölum sem tákna frávikið í
mínútum frá viðkomandi stundafjölda. Dæmi um þetta er Indland, þar
sem klukkan er 5 stundum og 30 mínútum á undan íslenskum tíma.
A kortinu liggur óregluleg lína frá norðri til suðurs yfir Kyrrahaf.
í>etta er svonefnd dagalína. Tíminn vestan línunnar er sólarhring á
undan tímanum austan við, svo að dagsetningin breytist þegar farið er
yfir línuna. Línan krækir fyrir eyjaríkið Kíríbas sem spannar þrjú tíma-
belti. Er klukkan þar 12, 13 og 14 stundum undan íslenskum tíma. Á
bls. 91-95 eru upplýsingar um tíma í höfuðborgum ríkja.
Sumartími. í um það bil þriðja hverju ríki heims er klukkunni flýtt
að vori en seinkað aftur að hausti, venjulega um klukkustund. Reglur
um slíkan „sumartíma" voru í gildi á Islandi um árabil (sjá vefsíðuna
„Um tímareikning á Islandi" á vefsetri almanaksins, almanak.hi.is).
Frá 1968 hafa klukkur á Islandi fylgt föstum tíma árið um kring. I öðr-
um Evrópulöndum er klukkunni flýtt síðasta sunnudag í mars (nú 26.
mars) en seinkað aftur síðasta sunnudag í október (nú 29. október). í
Norður-Ameríku hefur sumartími gilt víðast hvar frá fyrsta sunnudegi í
apríl til síðasta sunnudags í október. í ár hafa Bandaríkjamenn þó
ákveðið að miða við 2. sunnudag í mars (11. mars) og fyrsta sunnudag í
nóvember (4. nóv.) og er líklegt að grannríkin fylgi þeim eftir.
NÁLÆGUSTU FASTASTJÖRNURNAR
Eftirfarandi tafla nær yfir allar þekktar fastastjörnur sem eru minna
en 10 ljósár frá jörðu. Með birtu er átt við birtustig, þ.e. sýndarbirtu á
himni, samanber bls. 61. Fjarlægðin er tilgreind í ljósárum, og ljósafl og
massi miðast við ljósafl og massa sólar. Taflan sýnir að flestar stjörn-
urnar eru minni en sólin og miklu daufari en hún.
Stjarna Fjar- lœgð Birta Ljósafl Massi
Sólin -26,8 1 1
Proxima Centauri (í Mannfáki) ... 4,22 11,2 0,00005 0,1
Alfa Centauri A (í Mannfáki) .... 4,40 0,0 1,5 1,1
Alfa Ccntauri B (í Mannfáki) 4,40 1,3 0,4 0,9
Barnardsstjarna (í Naðurvalda) ... 5,9 9,5 0,0004 0,2
Wolf 359 (í Ljóninu) 7,8 13,5 0,00002 0,1?
Lalande 21185 (í Stórabirni) 8,3 7,5 0,005 0,35
Síríus A (í Stórahundi) 8,6 -1,5 22 2,3
Síríus B (í Stórahundi) 8,6 8,4 0,002 1,0
BL Ceti (í Hvalnum) 8,7 12,6 0,00006 0,042
UV Ceti (í Hvalnum) 8,7 13,0 0,00004 0,033
Ross 154 (í Bogmanni) 9,7 10,4 0,0005
(79)