Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Síða 101
ÁRFERÐI
Arið 2005 var talið fremur hagstætt en þó lakara en næstu
þrjú ár á undan. Meðalhiti ársins var nokkuð yfir meðallagi og
einna hlýjast vestanlands.
Mestur hiti. sem mældist á árinu á veðurathugunarstöðvum,
var á Hæli í Hreppum 23. júlí, 25,5 stig og á sjálfvirkri stöð
við Búrfell sama dag 25,9 stig. Mestur kuldi varð í Möðrudal
18. janúar, en þar mældist 22,4 stiga frost og á sjálfvirkri stöð
í veðurstöðinni Kolku við Blöndulón sama dag -23,0 stig. Mest
sólarhringsúrkoma mældist í Kvískerjum í Oræfum 15. október
218,8 mm.
I Reykjavík var meðalhiti ársins 5,06 stig, sem er 0,75 stigum
yfir meðaltali áranna 1961-1990. Telst það með hlýrri árum í
bænum frá því að mælingar hófust. Sólskinsstundir í Reykjavík
voru 1.548, sem er 280 stundum meira en í meðalári. Úrkoma í
Reykjavík varð 743 mm, sem er 7,0% minna en í meðalári. Er
árið hið þurrasta í Reykjavík síðan 1995. Mestur hiti í Reykjavík
á árinu mældist 26. júlí, 19,4 stig. Kaldast varð í bænum 2.
janúar en þá mældist 10,2 stiga frost. Mest úrkoma í Reykjavík
varð 7. febrúar 30,1 mm.
A Akureyri var meðalhiti ársins 3,92 stig, sem er 0,63 stigum
ofan við meðaltal áranna 1961-1990. Sólskinsstundir á Akureyri
voru 1.096, sem er 49 stundum umfram meðallag. Úrkoma
varð 562 mm, sem er 15% meira en í meðalári. Mestur hiti á
Akureyri á árinu mældist 15. júlí, 22,5 stig, en kaldast varð
13. janúar, en þá mældist þar 11,0 stiga frost. Mest úrkoma á
Akureyri varð 27. september 23,5 mm.
Fyrri hluta janúar snjóaði mikið víða um land, t.d. á Vest-
fjörðum, Dalvík, í Flatey (mesti snjór í tíu ár) og Mýrdal.
Snjóflóð féllu í ísafjarðarbæ og í Vatnsdal. 17. janúar þurftu
103 íbúar á Isafirði, í Bolungarvík og á Patreksfirði að rýma
hús sín. Snjóflóð féllu á veginn um Oshlíð. Frost var á landinu
fyrstu þrjár vikur mánaðarins. 29.-30. janúar var hvassviðri víða
um land og mikið vatnsveður. Við Kvísker náðu vindhviður
48m/sek. A Möðrudalsöræfum flettist malbik af veginum. Svo
hlýtt var síðustu viku mánaðarins, að nær allan snjó tók upp á
(99)