Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Side 107
í snjókomu. Það spillti fyrir seinni slætti og kornskurði, auk
þess sem kornþroski var víða lélegur. Einnig dró það úr nýtingu
grænfóðurs. Nautgripir og sauðfé var tekið óvenju snemma á
hús um haustið af þeim sökum.
Heyfengur o.fl.
Talið er, að vothey og rúlluheyfengur, pakkaður í plast hafi
numið 1.171.839 rúmmetrum (1.638.623 árið áður) og þurrhey
206.179 rúmmetrum (256.970). - Framleiðslu á graskögglum
hefur nú verið hætt. - Frærækt nam 23,9 tonnum (35.9 tonnum
árið áður) af óhúðuðu fræi. - Kornrækt var meiri en árið áður,
og var nú sáð í um það bil 3.600 hektara, sem er meira en
nokkru sinni fyrr. Kornuppskeran var um 11.000 tonn (um
10.255 árið áður).
Uppskera
Kartöfluuppskera var meiri en árið áður, og er talið, að 7.250
tonn af kartöflum hafi komið úr jörðu á árinu hjá þeim, sem
hafa kartöflur til sölu (um 7.000 árið áður). - Tómatauppskera
var 1.509 tonn (1.317 árið áður), gúrkuuppskera 1.147 tonn
(930), og paprikuuppskera 126 tonn (97).
Ber spruttu snemma víða á landinu og mátti t.d. tína æt
krækiber um miðjan júlí á Snæfellsnesi. Þegar kom fram í ágúst
var berjaspretta í „ágætu meðallagi“ við utanverðan Eyjafjörð.
Mikið var þar um krækiber og bláber, en aðalbláber spruttu í
meðallagi. í Kelduhverfi var talið mikið um ber.
Sláturafurðir, mjólk o.fl.
Slátrað var 547.257 fjár í sláturhúsum (555.715 árið áður). Af
því voru 508.359 dilkar (518.142) og 35.822 fullorðið fé (34.795).
Meðalfallþungi dilka var 15,47 kg, sem er 0,47 kg meiri
fallþungi en árið áður. Kindakjötsframleiðslan var 8.738 tonn
(8.644 árið áður). - Slátrað var 20.019 nautgripum (21.538).
Nautgripakjöt var 3.540 tonn (3.611). Slátrað var 6.713 hrossum
(7.682), og hrossakjöt var 762 tonn (883). Slátrað var 71.450
svínum (73.007), og var svínakjötsframleiðslan 5.300 tonn
(5.597). Alifuglakjötsframleiðsla var 5.769 tonn (5.389).
(105)