Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 123
Svíþjóð sigraði í Maraþonhlaupinu annað árið í röð á tímanum
2:29,00 og Bryndís Ernstsdóttir í kvennaflokki. - Gamlárshlaup
ÍR fór fram í sæmilegu veðri. Kári Steinn Karisson (UMSS)
sigraði og hljóp á 31,58 mínútum. Martha Ernstsdóttir var fyrst
kvenna á 36,44 mínútum. Þátttakendur íhlaupinu, sem erum 10
kílómetrar, voru rúmlega 400.
Gauti Jóhannesson (UMSB) setti íslandsmet í 800 m hlaupi
innanhúss í Stokkhólmi um miðjan febrúar. Hann hljóp á
1.51,89. Eldra metið átti Björn Margeirsson, 1.52,04, og var það
aðeins ársgamalt.
Vala Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki á
Olympíuleikunum í Sydney árið 2000, tilkynnti í júní að hún
hefði hætt þátttöku í keppnisíþróttum. Hún varð fyrst þekkt árið
1996, þegar hún varð Evrópumeistari innanhúss og stökk 4,16.
Hún setti tvívegis heimsmet innanhúss árið 1998 og stökk 4,42
m og 4,44 m. Á Ólympíúleikunum stökk hún 4,50.
Glíma. Pétur Eyþórsson (KR) sigraði í 93. skjaldarglímu
Ármanns. Þetta var annar sigur hans í röð. - Þriðju umferð í
Islandsmóti í glímu lauk í byrjun mars. Pétur Eyþórsson sigraði
í opnum flokki karla og - 85 kg flokki en Soffía Björnsdóttir
(HSÞ) sigraði í opnum flokki kvenna og - 65 kg flokki. HSK
sigraði í heildarstigakeppni félaga. - Íslandsglíman var háð í
Borgarleikhúsinu í Reykjavík í lok apríl. Pétur Eyþórsson sigraði
enn, hlaut Grettisbeltið og varð glímukóngur Islands. - Sólveig
Rós Jóhannsdóttir (GFD) sigraði í svokallaðri Freyjuglímu, sem
háð var í sjötta sinn, og hlaut Freyjumenið. Pétur og Sólveig Rós
sigruðu bæði annað árið í röð.
Golf íslandsmótið í höggleik var haldið á Hólmsvelli í
Leiru í lok júlí. Heiðar Davíð Bragason (Golfklúbbnum Kili í
Mosfellsbæ) varð Islandsmeistari í karlaflokki og Ragnhildur
Helgadóttir (Golfklúbbi Reykjavíkur) í kvennaflokki.
Handknattleikur. Haukar urðu deildarmeistarar í karlaflokki
fjórða árið í röð með 19 stig, ÍBV varð í 2. sæti með 17 stig og
IR í 3. sæti með 16 stig. Haukar sigruðu ÍBV í úrslitakeppninni
3-0 og urðu Islandsmeistarar. - Haukar urðu einnig deild-
armeistarar í kvennaflokki með 38 stig. ÍBV varð í 2. sæti
með 34 stig og Stjarnan í þriðja sæti með 25 stig. Haukar urðu
(121)