Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 130
meistarar með 34 stig, en Grindvíkingar urðu í 2. sæti með
26 stig og Haukar í því þriðja með 22 stig. - Keflvíkingar
urðu síðan íslandsmeistarar með því að vinna Grindvíkinga í
úrslitakeppni, 3-0. - Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar í karla-
flokki og unnu Fjölni 90-64. Þeir unnu nú bikarinn í áttunda
sinn. Fjölnir komst í fyrsta sinn í úrslit í körfuknattleikskeppni.
í kvennaflokki unnu Haukar bikarinn með sigri á Grindavík
72-69.
Rall. Sigurður Bragi Guðnrundsson og ísak Guðjónsson urðu
íslandsmeistarar á Mitsubishi Lancer.
Skák. Skákþing íslands var haldið í Reykjavík í ágúst. Hannes
Hlífar Stefánsson sigraði í landsliðsflokki og varð Islands-
nreistari fimmta árið í röð og sigraði í sjöunda sinn á átta árum.
- Guðlaug Þorsteinsdóttir varð fslandsmeistari í kvennaflokki,
en keppt var í honum í október.
Lena Ptacnikova varð Norðurlandameistari kvenna á Norður-
landamóti í Vammala í Finnlandi.
Skíðaíþróttir. Skíðamót íslands var haldið á skíðasvæð-
inu í Tindastóli við Sauðárkrók um mánðamótin mars- apríl.
Flest verðlaun á mótinu vann skíðagöngukappinn Jakob Einar
Jakobsson frá ísafirði, en hann sigraði í öllum fimm grein-
unum, sem hann tók þátt í. Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Olafsfirði
hlaut fern gullverðlaun og ein silfur- í skíðagöngu. Björgvin
Björgvinsson frá Dalvík og Salome Tómasdóttir frá Akureyri
sigruðu í stórsvigi og alpatvíkeppni. Akureyringar fengu flesta
verðlaunapeninga á mótinu eða 24, Isfirðingar fengu 18 og Dal-
víkingar 12.
Skylmingar. íslandsmót í skylmingum með höggsverðum var
haldið um miðjan nóvember. Ragnar Ingi Sigurðsson (FH) varð
íslandsmeistari í opnum flokki annað árið í röð og Sigrún Inga
Garðarsdóttir (Skylmingafélagi Reykjavíkur) í kvennaflokki.
FH sigraði í liðakeppni.
Sund. Sundmeistaramót íslands innanhúss var haldið í
Laugardalslaug í mars. Fjögur íslandsmet voru sett. Anja Ríkey
Jakobsdóttir (Ægi) setti met í 50 m baksundi, 30,48, Jakob
Jóhann Sveinsson í 50 m bringusundi, 28,86 og sundsveitir
Ægis settu met í 4x200 m skriðsundi karla og kvenna, 7.59,66
(128)