Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 145
Viöskiptadeild(71): B.Sc. í viðskiptafræði 66, af markaðs- og
fjármálabraut 1, af rekstrarbraut 2, af stjórnunar- og markaðs-
fræðibraut 2.
Auðlindadeild(17): B.Sc. í sjávarútvegsfræði 12, af líftækni-
braut 2, af sjávarútvegs- og fiskeldislínu 1, af umhverfis- og
orkubraut 2.
Upplýsingatœknideild(3): B.Sc. í tölvunarfræði: 3.
Félagsvísinda- og lagadeild (3)\ B.Ed. í nútímafræði 3.
Lokapróf við Háskólann í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík brautskráði 259 nemendur árið 2005
(256 árið áður), sem skiptust þannig: Ur lagadeild 42, tölvunar-
fræðideild 73 og viðskiptadeild 144.
Lokapróf við Viðskiptaháskólann á Bifröst
Viðskiptaháskólinn á Bifröst brautskráði 63 nemendur árið
2005 (86 árið áður), sem skiptust þannig: Ur lagadeild 25, við-
skiptadeild 35 og úr meistaranámi 3.
Doktorspróf
Bandaríkin
Arnar Bjarnason í tónsmíðum og tónfræði við Brandeis
háskóla í Boston (apríl 2004). Verkefnið fólst í tónsmíð og
ritgerð, sem nefnist: II Prigioniero-Rows and Drama. Fjallað er
um það, hvernig framvinda sögunnar endurspeglast í framsetn-
ingu tólftónaraða í 20. aldar óperunni II Prigioniero eftir Luigi
Dailapiccola.
Daði Guðmundsson í verkfræði við Kaliforníuháskóla í
Berkeley. Ritgerðin nefnist: Inspection and Metrology
Capacity Allocation in the Full Production and Ramp Phases
of Semiconductor Manufacturing. Fjallað er um hámörkun á
framleiðni í örgjörvaframleiðslu, þar sem notaðar eru öflugar
rafeindasmásjár til að safna upplýsingum fyrir tölfræðilega
gæðastjórnun.
Jón Einar Jónsson í líffræði við ríkisháskóla Louisiana í
Baton Rouge (29. júlí). Ritgerðin nefnist: Effects of Body Size
on Goose Behavior: Lesser Snow Goose and Ross’s Goose.
(143)