Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Side 151
Stúdentspróf
Stúdentafjöldi frá stærstu skólunum á árinu var sem hér segir:
Frá Menntaskólanum í Reykjavík 160 (155), Menntaskólanum
á Akureyri 133 (144), Verzlunarskóla fslands 228 (223),
Menntaskólanum við Hamrahlíð 166 (226), Menntaskólanum
við Sund 115 (116), Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 196 (213).
Höskuldur Pétur Halldórsson brautskráðist úr MR með hæstu
einkunn, 9,90, sem gefin hefur verið í núgildandi einkunnakerfi
skólans. - Fyrstu stúdentarnir, fjórir að tölu, frá Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði voru útskrifaðir í desember.
RAFORKUMÁL
í ársbyrjun 2005 tók til starfa nýtt fyrirtæki, Landsnet hf. Það
á að reka flutningskerfi raforku um landið. Inn á þetta net geta
rafmagnsframleiðendur sent framleiðslu sína og komið henni til
þeirra sem vilja kaupa hana.
Á vegum Landsvirkjunar var haldið áfram framkvæmdum
við Kárahnjúka, sem hófust 2003. Flestir verkþættir gengu vel
og náðist að vinna upp seinkanir sem orðið höfðu á byggingu
Kárahnjúkastíflu. í árslok var búið að fylla í stífluna með því
sem svaraði til 78% af efni, sem í hana á að fara og voru það
um 6,5 milljón rúmmetrar. Þá var lokið við um 30% af steyptu
þéttikápunni. Stóðu því vonir til þess um áramót, að byrja mætti
á því í september 2006 að hefja fyllingu Hálslóns.
Verr gekk með vinnu við aðrennslisgöng, sem unnið var að
með þremur risaborum, og stafaði það af miklu vatnsrennsli,
einkum í göngum sem liggja til vesturs í átt að Hálslóni. Þá
voru erfið sprungubelti, sem fara þurfti í gegnum í námunda
við svonefndan Þrælaháls. Stöðvuðust boranir þar um tíma. I
árslokin var talið, að vinna við aðrennslisgöng væri orðin 4-5
mánuðum á eftir áætlun. Alls voru boraðir á árinu 14,8 km af
aðrennslisgöngum og göngum þeim tengdum og höfðu í árslok
verið boraðir 31,3 km sem er um 63% af heildarlengdinni.
Framkvæmdum við Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu miðaði
fremur hægt framan af ári en betur. þegar leið á árið. Var í árslok
lokið við um 65-70% af þessum verkum. Vinna við stöðvarhús
(149)