Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 154
Farþegar með Norrænu árið 2005 voru um 8.000 og var
það fjölgun um 2,8%. Farþegar, sem komu til landsins með
skemmtiferðaskipum, voru um 56.000 í um 70 ferðum. Arið
áður voru þeir um 46.000 í 58 ferðum.
Flug
Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 14,5% á
árinu 2005 og urðu þeir alls 1.526.241 (1.332.802 árið áður).
Einnig fjölgaði í innanlandsflugi hjá Flugfélagi fslands og þá
einkum í ferðum til Egilsstaða. Farþegar félagsins voru um
330.000. Hinn 18. maí hófst flug Icelandair til San Francisco.
- í mars var nafni Flugleiða breytt í FL-Group og félagið varð
um leið einkum fjárfestingafélag.
26. janúar var tilkynnt, að Flugleiðir hefðu keypt tíu Boeing
737-800 flugvélar og ætluðu að leigja þær út í Kína og víðar.
Verð þessara véla er 40 milljarðar ísl. króna. í lok febrúar
sömdu síðan Flugleiðir og Boeing um kaup á tveimur Boeing-
787 vélum, sem afhenda á 2010. Þetta eru mjög langfleygar
vélar og vel búnar.
Farþegum Iceland Express fjölgaði töluvert milli ára. Félagið
hóf flugferðir til Hahnflugvallar í Þýskalandi í lok maí. Um
miðjan mars var tilkynnt, að eigendur Iceland Express, Fons hf.,
hefðu keypt norræna lággjaldaflugfélagið Sterling. í flugflota
þess eru tíu Boeing 737-800. í október keypti síðan FL-Group
þetta sama félag fyrir 15 milljarða íslenskra króna.
I ársbyrjun varð til flutningasamsteypan Avion Group og
gerðist það við samruna Air Atlanta Icelandic og Islandsflugs.
Innan Atlanta starfaði Excel Airvvays. Atlanta var sem fyrr
einkum starfrækt sem flutningaflugfélag, en Excel var með
fjölda flugvéla, sem það leigði öðrum flugfélögum. í lok maí
festi Avion Group kaup á 94,0% hlut í Eimskipafélagi Islands af
Burðarási og sameinaði þannig skiparekstur og flugvélarekstur.
Verðið á Eimskip var 22 milljarðar króna. Af því voru 13 millj-
arðar greiddir í reiðufé en 9 milljarðar í hlutabréfum í Avion
Group. Aðaleigandi Avion Group er Magnús Þorsteinsson.
I árslok var þessi samsteypa með um 4.500 starfsmenn á 85
starfsstöðvum víðs vegar um heim. Starfsemin var þá orðin
(152)