Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 158
Tveir skipverjar fóru í gúmbát og var bjargað af björgunarskip-
inu Gunnbjörgu frá Raufarhöfn.
10. september var hraðskreiðum skemmtibáti siglt á Skarfa-
sker undan Laugarnesi. Báturinn losnaði af skerinu og var siglt
áfram uns hann sökk á Viðeyjarsundi. Fimm manns voru í
bátnum og fórust tveir en þremur var bjargað. Mikil málaferli
urðu vegna þessa slyss, enda ekki ljóst hver var við stýrið og
einnig var grunur um ölvun um borð. - 27. september fórst
erlend skúta á Grænlandssundi. Einn maður drukknaði en
öðrum var bjargað um borð í TF-LÍF.
Umferðarslys
6. mars varð harður árekstur á vegamótum Suðurlandsvegar
og Þrengslavegar. Jeppi og fólksbíll skullu saman. Einn maður
lést og átta slösuðust. - 14. maí varð árekstur í Öxnadal, sunnan
við bæinn Syðri-Bægisá. Jeppi og fólksbíll skullu saman. Kona,
sem var ökumaður fólksbílsins, lést og einnig lést kona, sem var
farþegi í jeppanum. - 18. júní létust tveir piltar, 15 og 18 ára, í
bílslysi í Öxnadal. Bíllinn fór út af veginum á mikilli ferð. - 9.
ágúst varð harður árekstur við Hallormsstað. Vörubifreið með
tengivagn og fólksbifreið rákust saman. Þrennt var í fólksbif-
reiðinni og létust tveir farþegar, en ökumaður slasaðist mikið.
STJÓRNMÁL
Ríkisstjórn Halldórs Asgrímssonar sat að völdum allt árið.
Hún var skipuð eftirtöldum ráðherrum fram til 27. september:
Halldór Asgrímsson forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir
viðskipta- og iðnaðarráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, Arni Magnússon félagsmálaráðherra
og Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra frá Framsóknar-
flokknum, Davíð Oddsson utanríkisráðherra, Geir H. Haarde
fjármálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra, Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra, Arni
M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra frá
Sjálfstæðisflokknum. Hinn 27. september Iét Davíð Oddsson
(156)