Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 161
hætta sem seðlabankastjóri og Davíð hefði verið skipaður af
forsætisráðherra til þess starfa.
15. september sagði Halldór Asgrímsson á þingi Sameinuðu
þjóðanna, að Islendingar sæktust eftir sæti í Öryggisráðinu
2009-10. Svo hafði virst sem Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra hefði takmarkaðan áhuga á þessu máli. Þá taldi Guðni
Agústsson landbúnaðarráðherra „framboð Islands núna í miklu
uppnámi".
8. desember var ríkissjóður dæmdur til þess að greiða Valgerði
Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu,
sex milljónir króna vegna framkomu Arna Magnússonar félags-
málaráðherra við hana. Ráðherra var talinn hafa ekki gætt
meðalhófs og hafa sniðgengið lögboðna stjórnsýslu.
20. desember var tilkynnt, að kjaradómur hefði hækkað
laun ýmissa embættismanna, þingmanna, ráðherra og forseta
Islands um 8,0%. Aðilar vinnumarkaðarins mótmæltu þessu
og forsætisráðherra bað kjaradóm 27. desember um að endur-
skoða þessa ákvörðun hjá öðrunt en dómurum. Því var neitað.
Stjórnarandstaðan vildi, að þing yrði kallað saman miili jóla og
nýárs til þess að afturkalla dóminn. Því hafnaði ríkisstjórnin
og boðaði lagafrumvarp um 2,5% hækkun frá 1. febrúar. Síðan
átti að skipa nefnd allra flokka til þess að fara yfir skipan
kjaradóms og kjaranefndar.
Skoðanakannanir um stjórnmál
I fyrstu skoðanakönnun ársins, könnun Gallups í janúar, var
Sjálfstæðisflokkur með 33,0%, Samfylkingin 34,0%, Fram-
sóknarflokkur með 13,0%, Vinstri grænir 16,0% og Frjálslyndi
flokkurinn 4,0%. Ríkisstjórnin naut þá aðeins stuðnings 46,0%
landsmanna. í skoðanakönnun Fréttablaðsins í byrjun febrúar
töldu aðeins 17,0% aðspurðra að Halldór Asgrímsson hefði
staðið sig vel í starfi forsætisráðherra. í könnun Fréttablaðsins í
maí var staðan lítið breytt, Sjálfstæðisflokkur með 36,0%, Sam-
fylkingin 34,0%, Vinstri grænir 14,0%, Framsóknarflokkur
10,0% og Frjálslyndir 5,0%. Síðustu mánuði ársins virtist
fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna aukast og í skoð-
anakönnun Fréttablaðsins seint í nóvember var fylgi Sjálf-
(159)