Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Side 198
VISITOLUR OG VERÐLAG
Vísitala neysluverðs hækkaði úr 239,2 stigum í ársbyrjun
2005 í 249,7 stig í ársbyrjun 2006. Verðbólga innan ársins 2005
var 4,4%. Hún var 4,0% árið 2004, 2,4% 2003 og 1,4% 2002.
Meðalvísitala 2005 var 244,1 stig og hækkaði um 4,0% frá
2004. Hækkunin 2004 var 3,2% og 2,1% árið 2003.
Verðbólgu ársins má að mestu rekja til hækkunar hús-
næðiskostnaðar eins og árið áður. Vægi húsnæðis í vísitölunni
er unt fjórðungur. Neysluverð án húsnæðis hækkaði um 1,0%
á árinu. Hækkun húsnæðiskostnaðar fólst aðallega í reiknaðri
leigu af eigin húsnæði sem hækkaði um 22,8%, mest vegna
30,0% hækkunar íbúðaverðs. Bensín og olíur hækkuðu um tæp
13,0%. Þau vega 4,6% í vísitölunni. Verð innfluttrar vöru alls
lækkaði um 0,7% á árinu, þótt meðalverð erlendra gjaldmiðla
lækkaði um 7,2%. Verð innlendra vara hækkaði um 0,3%. 3ja
mánaða meðalverðbólga var um 3,0% í ársbyrjun, komst í 9,0%
í október, en minnkaði undir árslok.
Meðalverð erlendra gjaldmiðla lækkaði um 7,2% frá árs-
byrjun til ársloka 2005, svo að krónan styrktist um 7,7%.
Krónan styrktist í öllum mánuðum ársins nema apríl og nóv-
ember, en þá veiktist hún heldur og í desember stóð hún í stað.
Á árinu styrktist krónan um 11,8% gagnvart evru og 8,5% gagn-
vart sterlingspundi, en féll um 3,1% gagnvart Bandaríkjadal.
Af myntum sem Seðlabankinn skráði, veiktist krónan aðeins
gagnvart Bandaríkjadal og Kanadadal.
í árslok var sölugengi Bandaríkjadals 63,28 krónur, en var
61,34 krónur árið áður. Sölugengi sterlingspunds lækkaði úr
118,44 krónum í árslok 2004 í 109,11 krónur í árslok 2005,
sölugengi evru lækkaði úr 83,74 krónum í 74,91 krónu og
sölugengi japanska jensins lækkaði úr 0,5986 krónum í 0,5392
krónur. í árslok kostaði danska krónan 10,043 íslenskar krónur,
sú sænska 7,968 krónur og sú norska 9,371 íslenskar krónur.
Verðlag á nokkrum algengum vörutegundum og þjónustu á
höfuðborgarsvæðinu var sem hér segir í nóvember 2005 (innan
sviga eru tölur frá nóv. 2004): Franskbrauð sneitt, kg 372 kr.
(369), súpukjötskíló 578 kr. (517), ýsuflök, kg 877 kr. (785),
(196)