Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 206
Gissurarson til þess að greiða Jóni Ólafssyni bætur að upphæð
11 milljónir króna vegna ummæla, sem Hannes hafði um Jón.
Ummælin féllu á ráðstefnu norrænna blaðamanna í Reykholti í
október 1999 og þau voru síðan birt á heimasíðu Hannesar og
með útdrætti á ensku.
Hard Rock Café lokað. Hinn 31. maí var hinum þekkta veit-
ingastað í Kringlunni, Hard Rock Café, lokað. Hann hafði verið
starfræktur síðan 1987, en reksturinn gengið erfiðlega síðustu
ár.
Háir vinningar. Fjölskyldumaður á Sauðárkróki fékk 25
milljónir króna í lottói í febrúar. Keflvíkingur fékk 22 milljónir
í Víkingalottói í sama mánuði.
Hár aldur. Guðfinna Einarsdóttir, elsti Islendingurinn, varð
108 ára og 46 daga 20. mars. Þar með sló hún aldursmet Hall-
dóru Bjarnadóttur sem náði því að verða 108 ára og 45 daga.
Guðfinna náði því hæstum aldri sem vitað er, að íslendingur
hafi náð. Hún er fædd 2. febrúar 1897 í Asgarði í Dölum.
Háskólasjóður. 9. febrúar var undirritaður samningur milli
Háskóla Islands og Eimskipafélags Islands um myndun Háskóla-
sjóðs. Félagið leggur sjóðnum til 500 milljónir á næstu þremur
árum, sem verja á til Háskólatorgs.
Hlutabréfaeign forstjóra. I september kom fram, að fjórir
forstjórar fyrirtækja í úrvalsvísitölu Kauphallar íslands eiga
hver um sig meira en einn milljarð í hlutabréfum í fyrirtækjum
sínum. Þeir eru Bjarni Armannsson, Hreiðar Már Sigurðsson,
Lýður Guðmundsson og Róbert Wessman. Af 15 stjórnendum
eiga 9 hlutabréf að verðmæti yfir 100 milljónir króna hver.
Hnúfubakur í Reykjavíkurhöfn. Hinn 23. apríl urðu menn
þess varir, að hnúfubakur var kominn inn í gömlu höfnina
í Reykjavík. Hann synti þar um í 2-3 tíma en hvarf síðan á
braut.
Hundum fjölgar í Reykjavík. Skráðir hundar í höfuðstaðnum
voru í árslok 1.578. Talið er að bæta megi við þá tölu 15-20% og
séu hundar í borginni því 1.800-1.900. Algengastir eru labrador,
golden retriever, íslenskir fjárhundar, border collie og cavalier
king Charles.
ídólið. Urslit í Idol-stjörnuleitinni á Stöð 2 fóru fram 11. mars.
(204)